Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2025 20:03 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem ætlar að vera dugleg að hreyfa sig á næstunni í tengslum við átakið, „Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu. Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Unnið er með stöðvaþjálfun sem byggð er upp á styrktaræfingum, jafnvægisæfingu, minnisæfingum og svo er einnig aerobik. Eftir hvern tíma er svo slökun og teygjur. Inga Sæland mætir stundum í leikfimi hjá hópnum og þá reynir hún að taka á því eins og hún getur, svitnar og svitnar og nýtur þess að hreyfa sig eins og úthaldið leyfir hverju sinni. „Hér eru íþróttafélög út um alla borg, sem eru að bjóða okkur að vera ung að eilífu þannig að það er bara að drífa sig í skóna og hlaupagallann. Hér er dásamlegur félagsskapur, á eftir er kaffi og spjall. Þannig að það er ekki bara líkaminn, sem er nærður hér heldur líka andlega félagslega hliðin líka,” segir Inga. En ertu dugleg að hreyfa þig svona almennt? „Nei, nei, alls ekki, allt of löt. Það hreyfir sig engin fyrir okkur, við verðum bara að gera það sjálf. Það er ekki bara nóg að horfa á hina hvað þeir eru duglegir, komdu með,” segir Inga hlæjandi. Átakið, „Hreyfing allt ævi er" verkefni á vegum „Bjartur lífsstíll“ en þar er unnið markvisst að því að efla heilsu og vellíðan meðal eldri aldurshópa. Hér eru konurnar, sem stýra því. „Verkefnið okkar snýst um það að efla heilsu eldra fólks um allt land og sjá til þess að sveitarfélög séu með verkefni eins og þessi í öllum sveitarfélögum,” segir Margrét Regína Grétarsdóttir, verkefnisstjóri hjá ÍSÍ. Og Ásta Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara bætir við. „Takmarkið í raun og veru að þetta verði svona sjálfsagt í framtíðinni að fólk stundi svona leikfimi og hreyfingu fram eftir aldri til þess að auka lífsgæðin og vera sjálfstæðara lengur.” Ásta Sigurjónsdóttir (t.v.) verkefnisstjóri hjá Landssambandi eldri borgara og Margrét Regína Grétarsdóttir verkefnisstjóri hjá ÍSÍ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þóra Kristín Runólfsdóttir, sem er 85 ára lætur ekkert stoppa sig þegar leikfimi er annars vegar. „Þetta er meiriháttar að vera hérna. Nú er ég að gera magaæfingar, geri aðrir betur, ég hef alveg hestaheilsu, sem betur fer,” segir Þóra. En hverju þakkar Þóra þessa góðu heilsu? „Mjólkinni þegar ég var í sveitinni og skyrinu og hafragrautnum.“ Þóra Kristín Runólfsdóttir 85 ára leikfimisdrottning en hún er frá Brekkum í Þykkvabæ en býr á höfuðborgarsvæðinu í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æfingarnar eru fjölbreyttar hjá eldri borgurunum og allar skemmtilegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íþróttafélagið Fylkir í Reykjavík er með frábæra leikfimi nokkrum sinnum í viku fyrir eldri borgara, 65 ára og eldri þar sem fara fram skemmtilegar og góðar æfingar undir leiðsögn þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt upplýsingasvæði hefur verið opnað og á vefnum og er nú hægt að nálgast upplýsingar um hreyfingu og tómstundir fyrir 60 ára og eldri eftir sveitarfélögum vítt og breitt um landið
Eldri borgarar Heilsa Flokkur fólksins Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira