Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2025 11:39 Álvar Fjarðaáls við Reyðarfjörð. Jóhann K. Jóhannsson Úrskurðarnefnd hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins á Reyðarfirði. Fyrirtækið mótmælti því að vera gert að vakta möguleg umhverfisáhrif starfsemi þess á Norðurá, Reyðarfjörð og Eskifjörð. Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar. Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Alcoa Fjarðaál kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfi álversins til ársins 2040 vegna breytinga sem voru gerðar á því í fyrra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Breytingarnar komu til vegna vatnaáæltunar Íslands sem fjallar meðal annars um vöktun á umhverfisáhrifum á svonefnd vatnshlot, skilgreind vatnasvæði eins og ár eða firði. Þá bætti stofnunin inn í starfsleyfi álversins kvöðum um vöktun Norðurár og vatns í Reyðarfirði og Eskifirði vegna mögulegra áhrifa starfseminnar á það. Eldra starfsleyfið lagði fyrir skyldu á fyrirtækið að taka reglulega sýni úr vatni og sjó á tíu stöðvum á nálægum vatnasviðum. Þessu andmælti fyrirtækið og vísaði til þess að ekkert beint frárennsli væri frá álverinu til sjávar. Taldi fyrirtækið að vöktunarskyldan væri of íþyngjandi. Benti það á að önnur umfangsmikil starfsemi sem losaði fráveituvatn væri í Reyðarfirði auk fiskeldis í opnum sjókvíum. Umhverfisstofnun mótmæli á móti að Alcoa fullyrti að fyrirtækinu væri svo gott sem einu gert að annast vöktunina. Í starfsleyfinu kæmi skýrt fram að vöktun skyldi vera í samræmi við umfang losunar. Starfsleyfi annarrar starfsemi á svæðinu sem Alcoa vísaði til væru frá því að áður en breytingar hefðu verið gerðar vegna vatnaáætlunar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á að ákvæði nýja starfsleyfisins um aukna vöktunarskyldu væru nokkuð óskýr og að það ylli ákveðinni réttaróvissu um umfang og kostnað álversins af vöktuninni. Þegar það var borið undir Umhverfisstofnun hvort að breytingarnar á starfsleyfinu ykju vöktunarskyldu og á hvaða hátt sagði hún að vöktunaráætlun hefði enn ekki verið uppfærð en viðbúið væri að hún tæki breytingum vegna aukinnar vöktunarskyldu. Skyldurnar yrðu útfærðar nánar þegar áætlunin yrði uppfærð. Í því ljósi taldi úrskurðarnefndin ákvörðun stofnunarinnar ekki háða svo verulegum annmörkum að hún gæti fallist á kröfu Alcoa um að fella hana úr gildi. Mögulegt væri þó hægt að bera ágreining um umfang vöktunarinnar undir úskurðarnefndina síðar.
Stóriðja Umhverfismál Vatn Fjarðabyggð Áliðnaður Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira