Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Árni Sæberg skrifar 5. júní 2025 10:44 Nú er bannað að leggja þar sem rauðu línurnar eru á myndinni. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt bann við lagningu ökutækja í beygjum í Álakvísl í Ártúnsholti milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Upphaflega var til skoðunar að banna lagningu í allri götunni en íbúar mótmæltu. Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“ Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð fyrir síðasta fund umhverfis- og skipulagsráðs, sem haldinn var í gær. Þar segir að lagt hafi verið fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgangna og borgarhönnunar frá 20. maí, þar sem óskað hafi verið eftir því að umhverfis- og skipulagsráð samþykkti bann við lagningu ökutækja í Álakvísl milli Álakvíslar 16 og 38 og milli Álakvíslar 15 og 136. Sjálfstæðisflokkurinn ekki sáttur Bannið hafi verið samþykkt með atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi setið hjá við afgreiðslu málsins. Lögð hafi verið fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: „Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn almennu banni við lagningu ökutækja í Álakvísl. Með slíku banni verður enn aukið á þann bílastæðavanda sem nú þegar ríkir í götunni. Fyrirliggjandi tillaga felur ekki í sér neinar úrbætur fyrir íbúa við Álakvísl til að vega upp á móti fækkun bílastæða, t.d. með fjölgun bílastæða annars staðar í götunni eða í næsta nágrenni. Samkvæmt skoðanakönnun meðal íbúa Álakvíslar er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á móti umræddu stöðubanni.“ Átta með en tíu á móti Í greinargerð deildarstjóra samgangna hjá borginni segir að borið hafi á því að ökutækjum sé lagt í götu Álakvíslar sem geti gert sorphirðu og viðbragðsaðilum erfitt fyrir að komast að húsum í götunni. Slíkt geti tafið björgunarstörf komi upp neyðartilfelli og valdið eignatjóni. Sökum þessa sé lagt til að setja á bann við lagningu ökutækja á og við beygjur í götunni. Áður en tillaga um bann við lagningu ökutækja lagt til hafi Reykjavíkurborg leitað eftir umsögnum íbúa í Álakvísl við þeirri tillögu að banna lagningu ökutækja utan skilgreindra stæða í allri götunni. Bréf hafi verið sent til allra heimila í götunni, fjöldi bréfanna hafi verið á bilinu 180 til 200. Átta hafi lýst sig hlynnta slíku banni á meðan sextán hafi verið andvígir algjöru banni. Tíu íbúar hafi talið að útfæra þyrfti bann við lagningu að hluta til í götunni, til dæmis í beygjum í götunni. „Með hliðsjón af ofangreindu er lagt til að bannað verði að leggja í Álakvísl í og við beygjur.“
Reykjavík Umferð Bílastæði Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira