Krefst fimm prósenta til varnarmála: „Allir þurfa að leggja hönd á plóg“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 08:08 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO. NATO Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins verða að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Þá verður Evrópa og Kanada að hætta að reiða sig á hermátt Bandaríkjanna og standa á eigin fótum. Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico. NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Þetta er meðal þess Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þegar hann mætti á ráðherrafund NATO sem fram fer í Brussel í dag. Hann ávarpaði blaðamenn við hlið Mark Rutte, framkvæmdastjóra bandalagsins, og sagðist koma á fundinn með skýr skilaboð. Hegseth lofaði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að blása nýju lífi í NATO og fá aðildarríki til að verja meira til varnarmála. Hann sagði NATO þurfa að sýna fælingarmátt og halda friði gegnum styrkleika. Ríki NATO gætu þó ekki lengur reitt sig á Bandaríkin að eins miklu leyti. „Ég er hér til að tryggja að öll ríki í NATO átti sig á því að allir þurfa að leggja hönd á plóg,“ sagði Hegseth. Hann sagði öll ríki þurfa að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, vegna þeirra ógna sem bandalagið standi frammi fyrir. „Þetta getur ekki allt snúist um fánana sem við elskum. Þetta verður að snúast um þær fylkingar sem við eigum. Það er aflið sem hefur fælingarmátt.“ Hegsseth sagði einnig að Bandaríkjamenn væru stoltir af þátttöku þeirra í NATO og af því að standa með bandamönnum þeirra en þeir gætu ekki staðið einir og bandamennirnir þyrftu að bæta getu sína. Innviðir taldir með Fastlega er búist við því að varnarmálaráðherrar NATO muni samþykkja í dag að hækka fjárútlát til varnarmála í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Lokaákvörðun verður svo tekin á leiðtogafundi í Haag seinna í júní. Það er viðmið sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en þó nokkur aðildarríki ná því viðmiði ekki. Líklegt er að til að ná þessum fimm prósentum verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032 en við það bætist 1,5 prósent þar sem hægt verði að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Sjá einnig: Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði á dögunum að Ísland þurfi að byggja upp innviði á borð við flugvelli og hafnir til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. Hún fundaði með Rutte í lok síðasta mánaðar og nefndi Rutte þá framlög Íslands til varna NATO og mikilvægi innviða sem Ísland bjóði öðrum aðildarríkjum. „Það kom mjög skýrt til skila að það stefnir ekki í það að þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum að það verði eðlisbreyting á þessu sambandi. Það breytir ekki því að það er vilji hjá okkur til að gefa í þegar kemur að varnartengdum framlögum,“ sagði Kristrún. Stefnt á mikla hernaðaruppbyggingu Ríki Evrópu stefna á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum, meðal annars vegna ógnar frá Rússlandi og vegna ótta um að ekki sé lengur hægt að reiða á aðstoð Bandaríkjanna, eins og Evrópa hefur lengi gert. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Ráðamenn í Evrópu hafa lýst því yfir að þessi uppbygging á að mestu leyti að eiga sér stað í Evrópu. Evrópskir fjármunir eigi að fara í uppbyggingu þar en Evrópa þarf þó að koma margar tegundir hergagna frá Bandaríkjunum, þar sem þau eru ekki framleidd annars staðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í gær að heimila aðildarríkjum að nota hundruð milljarða evra sem liggja í neyðaraðstoðarsjóðum vegna faraldurs Covid til varnarmála. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 og átti að nota hann til að bæta upp hægagang sem myndaðist á hagkerfum víða um heim vegna faraldursins. Í hann voru settar um 650 milljarðar evra en um helmingur peninganna er þar enn, samkvæmt frétt Politico.
NATO Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hernaður Tengdar fréttir Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57 Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52 Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Vestræn ríki niðurgreiða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu Tekjur Rússa af sölu á olíu og gasi til vestrænna ríkja eru þrefalt hærri en stuðningur þeirra síðarnefndu til Úkraínu frá því að innrás Rússa í nágrannaríkið hófst. Næstum þriðjungur af tekjum rússneska ríkisins koma frá sölu á olíu og gasi. 30. maí 2025 08:57
Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Skortur á starfsfólki hefur komið niður á viðleitni forsvarsmanna hergagnaframleiðenda Evrópu til að auka framleiðslu. Fjármagnið og pantanirnar eru í mörgum tilfellum til staðar en fleiri hendur vantar til að framleiða sprengikúlurnar, skriðdrekana og annarskonar hergögn. 29. maí 2025 15:00
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. 15. maí 2025 12:52
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. 22. mars 2025 14:30