Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2025 23:31 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. vísir/bjarni Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira