Heimurinn undrist villimennsku Íslendinga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 11:55 Anahita og Elissa segja að með ákærunni sé vegið að tjáningarfrelsi Íslendinga. Vísir/Arnar Ákæra á hendur Anahitu Sabaei og Elissu Bijou verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í fyrramálið en þær eru ákærðar fyrir að hafa hlekkjað sig við mastur hvalskipa í mótmælaskyni, fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þær segjast hluti af íslenskri hreyfingu með langa sögu að baki sér og að málið snúist um rétt borgara til friðsamlegra mótmæla. Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun eru konurnar tvær, sem báðar eru á fertugsaldri, ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd, sem og brot gegn nítjándu grein lögreglulaga sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Lögmenn kvennanna, þær Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, segja óásættanlegt að það hafi tekið lögreglu hartnær tvö ár að ljúka rannsókn á málinu, sérstaklega í ljósi þess að það að sæta rannsókn skerti ferðafrelsi hinna ákærðu en Anahita er með íranskt vegabréf. „Við vorum alltaf tilbúnar að mæta afleiðingum friðsömu mótmælanna sem við stíðum fyrir. Það sem er erfiðara er að bíða svona lengi og að vera í þessu millibilsástandi,“ segir Elissa Bijou í samtali við fréttastofu. Hætti lífi sínu til að sjá foreldra sína Anahita Sabaei er eins og fyrr segir íranskur ríkisborgari og á því erfiðara með að ferðast en handhafar vegabréfa annarra þjóða. Hún þarf vegabréfsáritun í flestum löndum heims og á í talsverðri hættu á að fá höfnun þegar það fyrsta sem sprettur upp á tölvuskjám landamæravarða er að hún sæti rannsókn lögreglu á Íslandi. „Maður getur ekki fengið vegabréfsáritun ef maður sætir rannsókn. Alltaf þegar ég sótti um vegabréfsáritun var því hafnað eða ósvarað. Það hefur áhrif á svo margt. Það hefur áhrif á dvalarleyfi mitt, ríkisborgaraskap minn. Svo er staða mín í Íran ekki góð. Ég þurfti að leggja líf mitt að veði til að fara aftur til Íran að heimsækja foreldra mína, meðvituð um að ég gæti verið handtekin,“ segir Anahita. Anahita og Elissa eru báðar staddar á Íslandi til að mæta fyrir dóm en hafa einnig báðar dvalið á Íslandi inni á milli síðastliðinn tvö ár. Anahita á einnig íslenska kærustu. Þær segjast ánægðar að bráðum verði botninn loks sleginn í mál þeirra en fagna því einnig að geta vakið athygli á málinu á nýjan leik. Verið sé að vega að tjáningafrelsi Íslendinga. „Þó að við séum tveir útlendingar erum við hluti af alíslenskri hreyfingu. Vonandi lítur fólk á þetta mál sem dæmi um það hvað það þýðir að berjast fyrir rétti annarra og spyrji sig hvað borgaraleg óhlýðni þýði í raun og veru. Það er eina mótmælatæki fólksins við lög og stjórnarskrá sem er sjötíu ára gömul. Þetta snýst um rétt borgara til að hrinda af stað breytingum,“ segir Elissa. Tilbúnar að mæta afleiðingunum Anahita segir hvalveiðar smánarblett á íslensku samfélagi. „Þegar fólk fréttir af því að við mótmæltum með þessum hætti á Íslandi eru fyrstu viðbrögð þeirra alltaf undrun. Það tengir Ísland ekki við þá villimennsku að drepa hvali með sprengiskutlum,“ segir hún. Þær eru báðar vongóðar um að góð niðurstaða fáist í málið en segjast jafnframt tilbúnar að mæta afleiðingum gjörða sinna, hverjar sem þær verða. Sjá einnig: Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg „Við erum umkringd Íslendingum sem trúa á árangur mótmælanna okkar og búum að lögmannateymi sem er víðfrægt fyrir baráttu sína í þágu dýravelferðar. Mér finnst við vera í mjög góðum höndum. Við gerðum hið rétta í stöðunni,“ segir Elissa. Anahita segir ljóst að gera eigi úr þeim fordæmi. Það sé refsistefna sem ráði för hjá lögreglu og ákæruvaldinu sem beri hag almennings ekki fyrir brjósti. Hvort það sé vegna þess að hún sé útlendingur, kona eða aðgerðarsinni veit hún ekki. En eitthvað er það. Ekki sama Anahita og séra Jóna Hún tekur sem dæmi mál Benedikts Erlingssonar sem framkvæmdi nær nákvæmlega eins mótmæli þrjátíu árum áður. Hann hlekkjaði sig í mótmælaskyni ásamt tveimur öðrum mönnum við hvalveiðiskip í Hvalfirði árið 1987. Í viðtali við fréttastofu frá árinu 2023 segir Benedikt lögreglu ekki einu sinni hafa talað við hann á meðan hans gjörningi stóð, hvað þá að honum hafi borist ákæra. „Þetta eru allt önnur viðbrögð sem við fengum en innfæddur mótmælandi hefði fengið,“ segir Elissa. „Fyrsta spurningin sem lögreglan spurði mig var: „Hvaðan ertu?“ Ég veit ekki hvort það hafi haft áhrif á neitt að ég sé frá Íran en ég mun aldrei gleyma hvert svarið var: „Aha,“ segir Anahita og hermir eftir lögreglumanninum með hæðnistón. „Við vitum að borgaraleg óhlýðni á sér langa sögu á Íslandi. Þetta dæmi frá fyrir þrjátíu árum sannar það. Íslendingar hafa lengi mótmælt hvalveiðum. Það sem við gerðum var framhald af íslenskri hreyfingu,“ segir hún þá. Hvalveiðar Hvalir Dómsmál Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Lögreglumál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Líkt og fréttastofa greindi frá í morgun eru konurnar tvær, sem báðar eru á fertugsaldri, ákærðar fyrir húsbrot og brot gegn lögum um siglingarvernd, sem og brot gegn nítjándu grein lögreglulaga sem lýtur að skyldu almennings til að hlýða fyrirmælum lögreglu. Lögmenn kvennanna, þær Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, segja óásættanlegt að það hafi tekið lögreglu hartnær tvö ár að ljúka rannsókn á málinu, sérstaklega í ljósi þess að það að sæta rannsókn skerti ferðafrelsi hinna ákærðu en Anahita er með íranskt vegabréf. „Við vorum alltaf tilbúnar að mæta afleiðingum friðsömu mótmælanna sem við stíðum fyrir. Það sem er erfiðara er að bíða svona lengi og að vera í þessu millibilsástandi,“ segir Elissa Bijou í samtali við fréttastofu. Hætti lífi sínu til að sjá foreldra sína Anahita Sabaei er eins og fyrr segir íranskur ríkisborgari og á því erfiðara með að ferðast en handhafar vegabréfa annarra þjóða. Hún þarf vegabréfsáritun í flestum löndum heims og á í talsverðri hættu á að fá höfnun þegar það fyrsta sem sprettur upp á tölvuskjám landamæravarða er að hún sæti rannsókn lögreglu á Íslandi. „Maður getur ekki fengið vegabréfsáritun ef maður sætir rannsókn. Alltaf þegar ég sótti um vegabréfsáritun var því hafnað eða ósvarað. Það hefur áhrif á svo margt. Það hefur áhrif á dvalarleyfi mitt, ríkisborgaraskap minn. Svo er staða mín í Íran ekki góð. Ég þurfti að leggja líf mitt að veði til að fara aftur til Íran að heimsækja foreldra mína, meðvituð um að ég gæti verið handtekin,“ segir Anahita. Anahita og Elissa eru báðar staddar á Íslandi til að mæta fyrir dóm en hafa einnig báðar dvalið á Íslandi inni á milli síðastliðinn tvö ár. Anahita á einnig íslenska kærustu. Þær segjast ánægðar að bráðum verði botninn loks sleginn í mál þeirra en fagna því einnig að geta vakið athygli á málinu á nýjan leik. Verið sé að vega að tjáningafrelsi Íslendinga. „Þó að við séum tveir útlendingar erum við hluti af alíslenskri hreyfingu. Vonandi lítur fólk á þetta mál sem dæmi um það hvað það þýðir að berjast fyrir rétti annarra og spyrji sig hvað borgaraleg óhlýðni þýði í raun og veru. Það er eina mótmælatæki fólksins við lög og stjórnarskrá sem er sjötíu ára gömul. Þetta snýst um rétt borgara til að hrinda af stað breytingum,“ segir Elissa. Tilbúnar að mæta afleiðingunum Anahita segir hvalveiðar smánarblett á íslensku samfélagi. „Þegar fólk fréttir af því að við mótmæltum með þessum hætti á Íslandi eru fyrstu viðbrögð þeirra alltaf undrun. Það tengir Ísland ekki við þá villimennsku að drepa hvali með sprengiskutlum,“ segir hún. Þær eru báðar vongóðar um að góð niðurstaða fáist í málið en segjast jafnframt tilbúnar að mæta afleiðingum gjörða sinna, hverjar sem þær verða. Sjá einnig: Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg „Við erum umkringd Íslendingum sem trúa á árangur mótmælanna okkar og búum að lögmannateymi sem er víðfrægt fyrir baráttu sína í þágu dýravelferðar. Mér finnst við vera í mjög góðum höndum. Við gerðum hið rétta í stöðunni,“ segir Elissa. Anahita segir ljóst að gera eigi úr þeim fordæmi. Það sé refsistefna sem ráði för hjá lögreglu og ákæruvaldinu sem beri hag almennings ekki fyrir brjósti. Hvort það sé vegna þess að hún sé útlendingur, kona eða aðgerðarsinni veit hún ekki. En eitthvað er það. Ekki sama Anahita og séra Jóna Hún tekur sem dæmi mál Benedikts Erlingssonar sem framkvæmdi nær nákvæmlega eins mótmæli þrjátíu árum áður. Hann hlekkjaði sig í mótmælaskyni ásamt tveimur öðrum mönnum við hvalveiðiskip í Hvalfirði árið 1987. Í viðtali við fréttastofu frá árinu 2023 segir Benedikt lögreglu ekki einu sinni hafa talað við hann á meðan hans gjörningi stóð, hvað þá að honum hafi borist ákæra. „Þetta eru allt önnur viðbrögð sem við fengum en innfæddur mótmælandi hefði fengið,“ segir Elissa. „Fyrsta spurningin sem lögreglan spurði mig var: „Hvaðan ertu?“ Ég veit ekki hvort það hafi haft áhrif á neitt að ég sé frá Íran en ég mun aldrei gleyma hvert svarið var: „Aha,“ segir Anahita og hermir eftir lögreglumanninum með hæðnistón. „Við vitum að borgaraleg óhlýðni á sér langa sögu á Íslandi. Þetta dæmi frá fyrir þrjátíu árum sannar það. Íslendingar hafa lengi mótmælt hvalveiðum. Það sem við gerðum var framhald af íslenskri hreyfingu,“ segir hún þá.
Hvalveiðar Hvalir Dómsmál Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Lögreglumál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira