Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 09:47 Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. FÍB er ósátt við ummæli hans í nýlegu fjölmiðlaviðtali. SFF Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira