„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 22:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. „Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
„Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira