„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 22:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. „Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
„Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira