Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2025 13:46 Hér má sjá þau svæði þar sem gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun og hinn. Veðurstofa Íslands Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. „Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti. Veður Landbúnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
„Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti.
Veður Landbúnaður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira