Þekkir ekki eina stelpu sem ekki hefur verið áreitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 22:48 Ókunnugur maður veitti Freyju Sofie Gunnarsdóttur eftirför þegar hún var á leið heim úr vinnunni á Austurstræti klukkan hálfsex að morgni. Stöð 2 Ung kona sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna. Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“ Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“
Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira