Skynsamleg forgangsröðun fjár Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 30. maí 2025 15:32 Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Skynsemin segir okkur að það sé betra að fyrirbyggja eldsvoða en að slökkva elda með tilheyrandi tjóni. En þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hafa stjórnvöld þó ítrekað kosið að fjárfesta í slökkvistarfi fremur en í brunavörnum. Þetta er skiljanlegt að vissu leyti, því þegar mannslífi í neyð er bjargað er árangurinn bæði áþreifanlegur og mælanlegur og mjög auðvelt er að verja þá fjárfestingu. En enginn hefur tölur yfir þau líf sem var bjargað vegna þess að einstaklingar fengu snemmtæka íhlutun, fræðslu, stuðning og tækin til að hlúa að eigin heilsu og velferð. Engar tölur eru til um sjálfsvígið sem aldrei átti sér stað eða hjartaáfallið sem aldrei varð. Þá tekur árangurinn af forvörnum oft mun lengri tíma en eitt kjörtímabil að koma í ljós, jafnvel áratugi. Allt að helmingur heilsufarsútkomna ræðst af fyrirbyggjanlegum þáttum sem unnt er að hafa áhrif á með markvissum aðgerðum. Samt fer aðeins lítið brot af heilbrigðisútgjöldum í að styðja fólk við að breyta lífsháttum til lengri tíma. Aðeins tæp 2% af útgjöldum til heilbrigðismála hér á landi fer í forvarnir en til samanburðar mælir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin með að hlutfallið sé 5% hið minnsta. Til þess að verja heilbrigðiskerfið fyrir áskorunum framtíðarinnar, aukningu langvinnra sjúkdóma samhliða öldrun þjóðarinnar og sívaxandi kostnaði, þarf að hugsa til langs tíma og forgangsraða velferð einstaklinga og andlegri og líkamlegri heilsu þeirra og færast frá viðbrögðum til forvarna. Þannig má best tryggja virka þátttöku sem flestra í samfélaginu sem lengst. En það er ekki nóg að fjárfesta meira í forvörnum heldur þarf að gera það skynsamlega og setja mælikvarða á árangurinn, beita gagnreyndum, vel ígrunduðum og þjóðhagslega arðbærum aðgerðum sem skila raunverulegum árangri fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild, áður en í óefni er komið. Ég skora á stjórnvöld að sameinast þvert á flokkslínur um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í. Það er ekki aðeins fjárhagslega hagkvæmt, það bætir lífsgæði þjóðarinnar og mun koma í veg fyrir fjölda ótímabærra dauðsfalla. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og byggir þessi grein á ræðu hennar sem flutt var á Alþingi þann 21. maí sl. undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun