Gamla brýnið Allegri tekur við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 20:30 Er að taka við AC Milan á nýjan leik. Giuseppe Maffia/Getty Images AC Milan olli miklum vonbrigðum á nýafstöðnu tímabili. Liðið endaði í 8. sæti Serie A, efstu deildar Ítalíu. Ofan á það tapaði liðið fyrir Bologna í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar og féll úr leik gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Því hefur verið ákveðið að sækja nýjan mann i brúnna. Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira
Paulo Fonseca hóf tímabilið 2024-25 sem þjálfari AC Milan eftir góðan árangur með Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Frakklandi. Fonseca þekkti ágætlega til á Ítalíu eftir að hafa stýrt Roma frá 2019-2021. Eftir slaka byrjun á tímabilinu var hann látinn fara í desember. Inn kom Sérgio Conceição sem líkt og Fonseca er frá Portúgal. Conceição hafði náð ágætum árangri með Porto en tókst ekki að yfirfæra það á stórveldið frá Mílanó. Það var því ákveðið í apríl að Conceição yrði látinn fara að tímabilinu loknu þó svo að hann hafi skrifað undir samning út tímabilið 2026. Í hans stað kemur reynslubolti sem þekkir hvern krók og kima í Mílanó. Það hefur verið staðfest að hinn 57 ára gamli Massimiliano Allegri verði næsti þjálfari liðsins. Hann þekkir vel til í Mílanó eftir að hafa stýrt liðinu frá 2010-14. Síðan þá hefur hann þjálfað Juventus, fyrst frá 2014-19 og svo frá 2021-24. 🚨🔴⚫️ Massimiliano Allegri has just SIGNED in as new AC Milan manager, here we go!Meeting right now with Giorgio Furlani, Igli Tare, Allegri and Giovanni Branchini with all contracts being sealed.Allegri’s back to the club with agreement in place to proceed with new project. pic.twitter.com/hqYT04LBXq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 29, 2025 Undir stjórn Allegri stóð AC Milan uppi sem Ítalíumeistari vorið 2011 og vann félagið ofurbikar Ítalíu sama ár. Hann stýrði Juventus í kjölfarið til fimm meistaratitla, fimm bikartitla, tveggja ofurbikar titla og tvívegis fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu undir hans stjórn.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Sjá meira