Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 17:01 Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Sjókvíaeldi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Stórstraumsfjara og netlög Fyrsta stórstraumsfjara við landið hefur verið mæld. Náttúrufræðistofnun mældi á dögunum stórstraumsfjöruborð í Selstaða- og Sörlastaðavík í Seyðisfirði. Enginn fréttaflutningur hefur verið af niðurstöðum þessara mælinga. E.t.v. er það af því að niðurstaða þeirra kemur sér illa fyrir sjókvíaeldisfyrirtækið Kaldvík. Fyrirtækið hefur hingað til verið duglegt að koma sér í fréttir um að nú sé niðurstaða komin í málið, og engin fyrirstaða sé fyrir því að MAST geti gefið út rekstrarleyfi í Seyðisfirði. Niðurstaða Náttúrufræðistofu er sú að eldissvæði og eldisstöðvar bæði í Selstaða- og Sörlastaðavík eru inni í netlögum og brjóta þar með á lögvörðum eignarétti landeigenda. Raunar þurfa eldisstöðvarnar að færast 150 m frá netlögum til að uppfylla skilyrði um veiðibann skv. 35. grein fiskeldisreglugerðar nr. 540/2020. Byggingarleyfi á að fylgja umsókn fyrirtækisins um rekstrar- og starfsleyfi en gerði það ekki. Útreikningar Náttúrufræðistofnunar á staðsetningu netlaga og gögn Eflu um hnit eldisstöðva í Seyðisfirði sýna að ekki er hægt að fá byggingarleyfi fyrir stöðvarnar. HMS vildi ekki og gat ekki haldið áfram með byggingarleyfisumsókn Kaldvíkur fyrr en mælingar á stórstraumsfjöruborði lægju fyrir. Nú þegar mælingar liggja fyrir svarar HMS fyrirspurn VÁ um afgreiðslu málsins á þennan veg: „Málið verður ekki afgreitt frekar þar til fyrir liggur hvort umsækjendur ætli að halda áfram með umsóknina.“ HMS er ráðþrota. Hvernig í ósköpunum á Kaldvík að geta haldið áfram með umsóknina þegar stórstraumsfjara hefur verið mæld og augljóst að sjókvíaeldisstöðvar eru inni á netlögum landeigenda. Á heimasíðu HMS er þessi frétt frá 13. febrúar 2024, Hún er birt hér í heild sinni: Tilkynning um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna byggingarleyfisskyldra sjókvía utan netlaga „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnir hér með um breytta stjórnsýsluframkvæmd vegna veitingar byggingarleyfa fyrir sjókvíar sem teljast mannvirki í skilningu laga um mannvirki nr. 160/2010, og eru utan netlaga. Frá og með 15. febrúar 2024 verður gerð krafa um byggingarleyfi vegna nýrra byggingarleyfisskyldra sjókvía sem rekstraraðilar hyggjast setja niður utan netlaga. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur haft til skoðunar að hvaða marki sjókvíar séu byggingarleyfisskyld mannvirki og hvernig framkvæmd við leyfisveitingu hins opinbera vegna sjókvíaeldis hefur verið háttað með tilliti til þess. Það er mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sjókvíar sem teljast hafa fasta staðsetningu séu byggingarleyfisskyld mannvirki skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Þrátt fyrir það hefur framkvæmdin verið sú að rekstrar- og starfsleyfi hafa verið veitt fyrir fiskeldi í sjókvíum þó svo að byggingarleyfis hafi ekki verið aflað fyrir sjókvíar líkt og áskilið er í 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.3.1. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2010, sbr. einnig 6. tölulið 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 540/2020 um fiskeldi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp tvo úrskurði í lok árs 2022 þar sem m.a. var fjallað um hvort sjókvíar gætu talist til mannvirkja. Í niðurstöðu nefndarinnar kom eftirfarandi fram: Telja verður að botnföst mannvirki í sjó, svo sem fastar fiskeldiskvíar og tengd mannvirki, fóðurprammar og/eða aðstöðuhús á flotkví teljist til mannvirkja skv. 4. gr. laga nr. 132/1999, en mannvirki á eða í hafi, vötnum og ám sem hafa fasta staðsetningu teljast til mannvirkja skv. 13. tölul. 3. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Með úrskurðunum var eytt þeirri réttaróvissu sem mögulega hafði ríkt um það hvort sjókvíar teldust byggingarleyfisskyld mannvirki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga. Stofnunin hefur að undanförnu unnið að því að útfæra ferla við leyfisveitingu vegna umsókna um byggingarleyfi fyrir sjókvíum. Fyrir liggur að sjókvíar eru óhefðbundin mannvirki út frá kröfum í mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Hefðbundnir ferlar eiga illa við og var því nauðsynlegt að móta nýtt verklag við meðferð umsókna. Auk þeirra breytinga sem hér eru tilkynntar á stjórnsýsluframkvæmd við veitingu byggingarleyfa vegna sjókvía vill Húsnæðis- og mannvirkjastofnun upplýsa um að nú sé unnið að samantekt upplýsinga um sjókvíar sem settar hafa verið niður án þess að byggingarleyfis hafi verið aflað í upphafi. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um málsmeðferðina og verður niðurstaða þar um kynnt opinberlega þegar hún liggur fyrir.” Samantekt úr frétt Frétt HMS er um breytta stjórnsýsluframkvæmd og maður spyr sig. Af hverju í ósköpunum er HMS ráðþrota og bíður eftir því hvort fyrirtækið ætlar að halda áfram með umsóknina, í stað þess að taka ákvörðun, og hafna byggingarleyfi þar sem sjókvíaeldið fer inn á netlög og þarf auk þess að vera 150 m frá netlögum skv. reglugerð um fiskeldi? Í fréttinni kemur skýrt fram: „Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir byggingarleyfi vegna mannvirkja sem eru byggingarleyfisskyld samkvæmt lögum um mannvirki og eru utan sveitarfélagamarka. Á það m.a. við um mannvirki á hafi utan netlaga.“ HMS verður að taka afstöðu til umsóknar um byggingarleyfi vegna sjókvíaeldis. Það er ekki hlutverk byggingarfulltrúa sveitarfélaga að taka við og afgreiða slíkar umsóknir . Það er ljóst skv. mælingum á stórstraumsfjöru og hnitum Eflu fyrir sjókvíaeldisstöðvar Kaldvíkur, að stöðvarnar eru innan netlaga og á helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Byggingarleyfi er ekki gefið út á lóðum annarra og umsókn Kaldvíkur er augljóslega ekki hæf til byggingarleyfis og engin ástæða til að bíða eftir viðbrögðum fyrirtækisins. Álit Umboðsmanns Alþingis Álit umboðsmanns um brot á meginreglu stjórnsýsluréttar vegna vanhæfis starfsmanns við samþykkt strandsvæðaskipulags liggur fyrir, og beindi umboðsmaður því til Félags- og húsnæðismálaráðuneytisins að meta áhrif vanhæfisins á strandsvæðaskipulagið. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fær stórt verkefni til meðferðar og ákvörðunartöku frá fyrri ríkisstjórn. Skipulagsmál eru í molum á Aust- og Vestfjörðum, því sami starfsmaður vann að gerð strandsvæðaskipulagsins hjá Skipulagsstofnun og kynningu þess í innviðaráðuneytinu fyrir bæði landsvæðin. Þ.e.a.s. á tveimur stjórnsýslustigum málsins. Hjá HMS eru byggingarleyfi utan netlaga í algjöru ólagi, því ekkert liggur fyrir hvernig á að fara með gömul rekstrar- og starfsleyfi án byggingarleyfa. Eina nýja sjókvíaeldisstöðin, sem hefur fengið byggingarleyfi, er við Sandeyri á Snæfjallaströnd. Eldisstöðin er í hvítum ljósgeira Óshólavita og engar mælingar á stórstraumsfjöruborði hafa verið gerðar þar og netlög því óskilgreind. Landeigandi er með dómsmál í undirbúningi. Inga Sæland er lögfræðingur og svaraði vel á Alþingi á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum um álit Umboðsmanns alþingis: „Ef við höfum ekki gert hlutina nákvæmlega samkvæmt orðanna hljóðan og eftir öllum lagarömmum þá einfaldlega leiðréttum við hlutina í samræmi við það.“ Ríkisstjórnin og Inga eru að gera margt vel og eru með nýja sýn á ýmis mál. Opið sjókvíaeldi er eitt af þeim málum, sem þarf nýja sýn og breytta stefnu. Það þarf að vernda náttúruna og vistkerfið allt. Rúm 65% þjóðarinnar eru á móti opnu sjókvíaeldi og kalla eftir breytingum. Sjókvíaeldi í núverandi mynd er tímaskekkja og ólögmætt. Stöndum vörð um almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun