Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. maí 2025 09:32 Landsréttur kvað upp dóm í máli Bergvins Oddssonar í gær. Vísir Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Bergvini Oddssyni, fyrrverandi formanni Blindrafélags Íslands, fyrir kynferðislega áreitni gegn þremur konum á veitingastað og hosteli í Vestmannaeyjum. Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Í héraði var Bergvin dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundinni til tveggja ára, vegna brotanna. Landsréttur staðfesti dóminn í gær, óbreyttan að öðru leyti en að miskabætur til eins brotaþola voru hækkaðar. Brotin þrjú voru gerð árin 2020, 2021, og 2022, öll um sumar í Vestmannaeyjum. Tveir brotaþolanna eru konur sem störfuðu á veitingastað þar sem Bergvin var yfirmaður. Í fyrsta brotinu var Bergvini gefið að sök að strjúka konu utanklæða um brjóst og rass um nótt í herbergi á hosteli. Annar ákæruliðurinn varðaði brot sem át sér stað á ótilgreindum veitingastað þar sem honum var gefið að sök að strjúka konu um læri, og síðan slá hana að minnsta kosti einu sinni í rassinn. Í þriðja málinu var hann ákærður fyrir að hafa strokið konu um rass utanklæða og síðan um kynfæri hennar innanklæða inni á salerni á sama veitingastað. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í apríl 2024. Dómurum þótti málflutningur Bergvins í málinu ótrúverðugur, en hann neitaði sök. Í fyrsta málinu sagði hann sig og konuna hafa verið ein saman í herbergi á hostelinu, þar hafi þau haldist í hendur og hann snert brjóst hennar, en það verið í góðu. Dómurinn benti á að maki konunnar hefði verið á svæðinu og með aðgang að hostelherberginu og hefði getað komið inn á hverri stundu. Því talið ótrúverðugt. Í öðru málinu sagðist hann hafa verið að slá á bak konu til þess að lækna hana af hiksta en að mögulega hafi hönd hans lent á rassi hennar. Í þriðja málinu bar Bergvin fyrir sig að hann hefði skynjað strauma milli sín og konunnar. Allt ótrúverðugar málsbætur að mati dómsins. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands um sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Aftur á móti dæmdi Landsréttur fyrsta brotaþolanum, sem varð fyrir brotinu á hostelinu, hærri miskabætur. Honum ber að greiða konunni 500 þúsund krónur í stað 350 þúsunda. Öðrum brotaþolanum voru einnig dæmdar 500 þúsund krónur en þeim þriðja ein milljón króna í miskabætur. Bergvini er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, sem nemur tæpum 2,8 milljónum króna.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira