Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2025 20:05 Kári Bjarnaso, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að vonum mjög stoltur yfir nýja fágætissalnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584. Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða
Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira