Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. maí 2025 21:10 Bústaðurinn sem mennirnir dvöldu í er sá guli. Þeir unnu að byggingu hússins að ofan. Vísir/Vilhelm „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira