Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. maí 2025 21:10 Bústaðurinn sem mennirnir dvöldu í er sá guli. Þeir unnu að byggingu hússins að ofan. Vísir/Vilhelm „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira