Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar 28. maí 2025 08:02 Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í heimi þar sem gervigreind getur skrifað texta og jafnvel heilar ritgerðir á nokkrum sekúndum gætu margir haldið að draga mætti úr vægi ritunarkennslu. En þrátt fyrir þessar miklu tækniframfarir, eða kannski einmitt vegna þeirra, hefur ritunarkennsla aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska nemendur! Vísbendingar eru um að styrkja mætti markvissa kennslu og mat á framförum í ritun í skólum landsins enda hafa kennarar lengi staðið frammi fyrir þeirri áskorun að kennsluefni og verkfæri til stuðnings ritunarkennslu hafa verið af skornum skammti. Sem fyrsta svar við þeirri brýnu þörf hefur Miðstöð menntunar og skólaþjónustu nú gefið út Ritunarramman, heildstæðan matsramma í ritun sem veitir kennurum trausta undirstöðu fyrir markvissa ritunarkennslu á öllum stigum grunnskólans. Hjálpar ekki bara til við ritunarkennslu Undanfarin ár hefur dalandi lesskilningur íslenskra ungmenna valdið mörgum áhyggjum. Það sem kannski færri vita er að ritun og lestur ganga hönd í hönd og rannsóknir sýna að þegar við eflum ritunarfærni nemenda, eykst lesskilningur þeirra um leið. En það er ekki eingöngu lesskilningurinn sem vex með aukinni ritunarhæfni heldur þjálfum við hugsun og rökhugsun samhliða. Við þurfum að skipuleggja efnið sem við ætlum að skrifa um, móta hugmyndir okkar og setja þær fram á skýran hátt. Ferlinu má líkja við líkamsrækt fyrir heilann. Þjálfun sem eflir getu okkar til að hugsa skýrt, greina flóknar upplýsingar og taka ákvarðanir. Umræða um skort á gagnrýninni hugsun hjá ungmennum kemur reglulega upp, ekki síst í kjölfar birtinga á niðurstöðum PISA könnunarinnar. Ritunarramminn tekur mið af þremur gerðum texta og þar á meðal rökfærslutexta. Þegar nemendur læra að færa rök fyrir skoðunum sínum í texta, læra þeir um leið að vega og meta upplýsingar, greina málin frá ólíkum sjónarhornum og koma auga á veikleika í röksemdafærslu. Allt er þetta færni sem nýtist í daglegu lífi. Við þurfum sífellt að tjá okkur skriflega, hvort sem það er í tölvupóstum, umsóknum eða jafnvel skilaboðum á samfélagsmiðlum. Góð ritunarfærni opnar dyr, bæði í námi og starfi. Rannsóknir sýna að atvinnurekendur meta ritunarfærni starfsmanna sinna mikils og að hún geti jafnvel ráðið úrslitum um hver fær starfið eða stöðuhækkunina. Þróaður í samstarfi við kennara Við gerð Ritunarrammans var horft til erlendra matsramma og þess hvað fræðin segja um kennslu og mat á ritun. Mikilvægast af öllu var þó samstarfið við 86 kennara víðs vegar að af landinu þar sem þeir prófuðu frumútgáfu rammans í raunverulegum kennsluaðstæðum og gáfu höfundum mikilvæga endurgjöf í kjölfarið. Margir töluðu um hversu mikil vöntun væri á leiðbeiningum og kennslugögnum til stuðnings ritunarkennslu og voru á einu máli um að Ritunarramminn og fræðslan tengd honum svöruðu því kalli vel og kæmi vel til móts við raunverulegar þarfir í skólastarfinu. Nú í kjölfarið á útgáfu Ritunarrammans býður Miðstöð menntunar og skólaþjónustu upp á starfsþróunartilboð fyrir kennara. Reynslan sýnir að útgáfa sem þessi er einungis fyrsta skrefið og ávinningurinn verður fyrst raunverulegur þegar kennarar ná að nýta verkfærið til fulls í sinni kennslu. Með starfsþróunartilboðunum viljum við tryggja að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að nýta rammann að fullu og efla þannig bæði nemendur sína og eigin fagmennsku. Fyrstu starfsþróunarnámskeiðin verða auglýst á næstu vikum og eru þau opin öllum kennurum sem áhuga hafa. Nánari upplýsingar verður hægt að finna á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Höfundur er læsisfræðingur og annar höfundur Ritunarrammans.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun