Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Auðun Georg Ólafsson skrifar 27. maí 2025 13:06 Lífsánægja barna hefur minnkað töluvert. Getty „Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. Hún kynnti niðurstöður skýrslunnar Velferð barna í óútreiknanlegum heimi á málþingi í morgun sem haldið var í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og Heimili og skóla, landssamtaka foreldra. Inger Erla segir þetta í 19. skiptið sem rannsóknarmiðstöð UNICEF, barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, birtir skýrslu sem þessa þar sem líðan barna í mismunandi löndum er borin saman. Stóra niðurstaðan er sú að í mörgum efnameiri ríkjum heims hefur námsárangri, andlegri líðan og líkamlegri heilsu barna hrakað síðastliðin fimm ár. Börn á Íslandi standa vel í samanburði við börn annarra ríkja þegar kemur að líkamlegri heilsu, en síður varðandi andlega heilsu, námsárangur og félagsfærni. Af 36 tekjuháum ríkjum er Ísland í 22. sæti og neðst Norðurlandanna. Efst á listanum eru Holland, Danmörk og Frakkland. Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi Lækkun milli ára Í skýrslunni er fjallað um velferð barna og sjónum beint að þróun á líðan og grundvallarfærni barna á tímabili sem nær yfir helstu áhrif Covid-faraldursins. Borin eru saman lykilgögn frá árunum 2018 til 2022. Í skýrslunni kemur fram að tengsl barna við foreldra og fjölskyldu hefur mikil áhrif á líðan þeirra. Niðurstöður fyrir Ísland sýna lækkun milli ára á lífsánægju 15 ára ungmenna. Þá segist rúmlega fjórða hvert ungmenni tala sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína. „Við vekjum athygli á þessum niðurstöðum því um leið og við vitum að foreldrar vilja börnum sínum allt það besta, þá hafa orðið hraðar breytingar á samfélaginu sem skapa nýjar áskoranir í uppeldinu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi sem stýrði pallborðsumræðum á málþinginu í dag. „Foreldrar upplifa oft mikið álag og það er ýmislegt í samfélagsgerð okkar sem styður ekki við samveru fjölskyldunnar. Við þurfum að vera gagnrýnni á það.“ Lífsánægja barna fer versnandi Í skýrslunni er bent á að framfarir í velferð barna í efnameiri ríkjum séu í aukinni hættu vegna hnattrænna atburða og áfalla, eins og af völdum loftslagsbreytinga. Varað er við því að veruleg hnignun í námsárangri hafi orðið í mörgum ríkjum og að lífsánægja barna hafi versnaði í flestum ríkjum með aðgengileg gögn. Japan er eina landið þar sem lífsánægja barna jókst milli mælinga. Í pallborðsumræðum á málþinginu í dag var lögð áhersla á að samskipti ungmenna við foreldra sína og félagsleg tengsl sé lykilþáttur í að tryggja góða líðan þeirra en að hraði samfélagsins í dag búi til nýjar áskoranir. Mikilvægt sé því að forgangsraða í þágu barna og auka samverustundir við börn og ungmenni, á þeirra forsendum. Í tilkynningu hvetur UNICEF á Íslandi stjórnvöld og samfélagið allt til að bregðast við þessum niðurstöðum og grípa til aðgerða sem styðja við velferð barna. Að fjölskyldur gefi sér tíma fyrir samveru og samtöl, og að stjórnvöld fjárfesti í stuðningi við foreldra og aukinni foreldrafærni, í samræmi við lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrsluna Child Wellbeing in an Unpredictable World með niðurstöðum fyrir Ísland má nálgast hér. Börn og uppeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Hún kynnti niðurstöður skýrslunnar Velferð barna í óútreiknanlegum heimi á málþingi í morgun sem haldið var í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ og Heimili og skóla, landssamtaka foreldra. Inger Erla segir þetta í 19. skiptið sem rannsóknarmiðstöð UNICEF, barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna, birtir skýrslu sem þessa þar sem líðan barna í mismunandi löndum er borin saman. Stóra niðurstaðan er sú að í mörgum efnameiri ríkjum heims hefur námsárangri, andlegri líðan og líkamlegri heilsu barna hrakað síðastliðin fimm ár. Börn á Íslandi standa vel í samanburði við börn annarra ríkja þegar kemur að líkamlegri heilsu, en síður varðandi andlega heilsu, námsárangur og félagsfærni. Af 36 tekjuháum ríkjum er Ísland í 22. sæti og neðst Norðurlandanna. Efst á listanum eru Holland, Danmörk og Frakkland. Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi Lækkun milli ára Í skýrslunni er fjallað um velferð barna og sjónum beint að þróun á líðan og grundvallarfærni barna á tímabili sem nær yfir helstu áhrif Covid-faraldursins. Borin eru saman lykilgögn frá árunum 2018 til 2022. Í skýrslunni kemur fram að tengsl barna við foreldra og fjölskyldu hefur mikil áhrif á líðan þeirra. Niðurstöður fyrir Ísland sýna lækkun milli ára á lífsánægju 15 ára ungmenna. Þá segist rúmlega fjórða hvert ungmenni tala sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína. „Við vekjum athygli á þessum niðurstöðum því um leið og við vitum að foreldrar vilja börnum sínum allt það besta, þá hafa orðið hraðar breytingar á samfélaginu sem skapa nýjar áskoranir í uppeldinu,“ segir Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsverkefna UNICEF á Íslandi sem stýrði pallborðsumræðum á málþinginu í dag. „Foreldrar upplifa oft mikið álag og það er ýmislegt í samfélagsgerð okkar sem styður ekki við samveru fjölskyldunnar. Við þurfum að vera gagnrýnni á það.“ Lífsánægja barna fer versnandi Í skýrslunni er bent á að framfarir í velferð barna í efnameiri ríkjum séu í aukinni hættu vegna hnattrænna atburða og áfalla, eins og af völdum loftslagsbreytinga. Varað er við því að veruleg hnignun í námsárangri hafi orðið í mörgum ríkjum og að lífsánægja barna hafi versnaði í flestum ríkjum með aðgengileg gögn. Japan er eina landið þar sem lífsánægja barna jókst milli mælinga. Í pallborðsumræðum á málþinginu í dag var lögð áhersla á að samskipti ungmenna við foreldra sína og félagsleg tengsl sé lykilþáttur í að tryggja góða líðan þeirra en að hraði samfélagsins í dag búi til nýjar áskoranir. Mikilvægt sé því að forgangsraða í þágu barna og auka samverustundir við börn og ungmenni, á þeirra forsendum. Í tilkynningu hvetur UNICEF á Íslandi stjórnvöld og samfélagið allt til að bregðast við þessum niðurstöðum og grípa til aðgerða sem styðja við velferð barna. Að fjölskyldur gefi sér tíma fyrir samveru og samtöl, og að stjórnvöld fjárfesti í stuðningi við foreldra og aukinni foreldrafærni, í samræmi við lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Skýrsluna Child Wellbeing in an Unpredictable World með niðurstöðum fyrir Ísland má nálgast hér.
Börn og uppeldi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira