Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 10:03 Sólveig Anna fer hinum háðuglegustu orðum um afstöðu Guðmundar Hrafns. Hún telur hann kasta steinum úr glerhúsi en hann sé þó woke, sem sé gott. vísir/einar/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu. Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Vísir birti viðtal við Guðmund Hrafn sem lýsti aðalfundi Sósíalistaflokksins eins og hann kom honum fyrir sjónir í ítarlegu viðtali. Víst er að deilurnar innan Sósíalistaflokksins eru flóknar og þær eru persónulegar. „Maðurinn sem ærðist af bræði þegar að Efling undirritaði kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir rúmu ári, þrátt fyrir að hafa sjálfur aldrei komið nálægt kjarasamningsviðræðum,“ segir Sólveig Anna. Að þekkja skortsins glímutök Og hún er hvergi nærri hætt og tekur enga fanga frekar en fyrri daginn. Sólveig Anna fer háðslegum orðum um viðhorf Guðmundar Hrafns sem hún telur einkennast af einsýni. „... hellti sér yfir mig með svívirðingum og fór svo um og hvatti fólk til að fella samningana, af fullkomnu ábyrgðarleysi, vegna þess að ég og félagar mínir í samninganefnd Eflingar tókum ekki nægilega vel við skipunum frá honum,“ segir Sólveig Anna meðal annars í athugasemd á Facebook. Sólveig Anna segir nú Guðmund Hrafn saka þau sem tekið hafa við völdum í Sósíalistaflokknum m.a. um „móðgunargirni og mjög tilfinningahlaðin viðbrögð“ við undirbúning aðalfundar flokksins og á honum. Þetta telur Sólveig Anna sérdeilis einkennileg viðbrögð. „Þarna talar hann af innsýn - ég hef reynslu af hans tilfinningahlöðnu móðgunargirni yfir því að hlutirnir færu öðruvísi en hann hafði ákveðið - ég var ekki nógu dugleg í „valdeflingu öreiganna“, ólíkt honum og vinum hans sem þekkja skortsins glímutök betur en aðrir og hvernig uppræta má þau.“ „Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag“ Hún spyr: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? segi ég nú bara.“ Í viðtalinu var Guðmundur Hrafn spurður sérstaklega út í messu Sólveigar Önnu um woke, afdrifarík ræða sem hún flutti á Samstöðinni og hellti sér þá yfir Hallgrím Helgason rithöfund. Þessi ræða var afdrifarík og leiddi á endanum til úrsagnar Sólveigar Önnu úr Sósíalistaflokknum. „En hann er mjög woke - sem er voða gott, og eins og öll vita vænlegt í baráttunni fyrir frelsun þeirra arðrændu. Ég spái miklum sigrum framundan hjá honum í því heilaga verkefni; Woke til frelsis er falið, vorri fylkingu í dag, unz Internationalinn er allra kynjalag!“ Eins og áður sagði eru deilurnar innan Sósíalistaflokksins afar flóknar. Nú velta menn því til að mynda fyrir sér hvort Sólveig Anna ætli aftur að ganga til liðs við flokkinn. Þetta er í ljósi þess að á lista sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi pólitískur leiðtogi flokksins, gaf út var að finna alla þá sem töluðu gegn Sólveigu í „woke-málinu“. En svarið við þeirri spurningu liggur ekki á lausu.
Sósíalistaflokkurinn Félagasamtök Samfélagsmiðlar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira