Springur Starship í þriðja sinn í röð? Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 22:00 Starshipt og Super heavy eldflaugin á skotpalli í Texas. SpaceX Starfsmenn SpaceX munu í kvöld gera tilraun til að skjóta Starship geimfarinu á loft í níunda sinn. Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á geimfarinu sem ætlað er að bæta líkurnar á því að tilraunaskotið heppnist. Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX. Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Þetta níunda tilraunaskot Starship er framkvæmt í kjölfar þess að þau tvö síðustu misheppnuðust og geimförin sprungu í loft upp. Geimskipin sjálf Starship 8 og Starship 7 sprungu en það gerðu Super Heavy eldflaugarnar ekki og tókst starfsmönnum SpaceX að grípa þær með sérstökum vélarörmum. Það er þrátt fyrir að eldflaugarnar séu á stærð við hallgrímskirkjuturn. Sjá einnig: Annað Starship sprakk í loft upp Í þessu tiltekna geimskoti er verið að notast við Super heavy eldflaug sem áður hefur verið notuð en það er í fyrsta sinn sem slíkt er gert. Eldflaugin á að lenda í sjónum í Mexíkóflóa. Starship geimfarið á að líkja eftir lendingu á Indlandshafi. Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Útsending SpaceX hefst klukkan 22:50 að íslenskum tíma en skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf tólf. Spilari SpaceX er hér að neðan en þar að neðan geta áhugasamir fylgst með útsendingu SpaceFlight Now. Watch Live! SpaceX's Starship Flight 9 launch https://t.co/m8Uu5QZfIl— SPACE.com (@SPACEdotcom) May 27, 2025 Starship geimskipið mun bera átta eftirlíkingar Starlink gervihnatta eins og í síðustu tilraunaskotum, og á að reyna að koma þeim á braut um jörðu. Einnig stendur til að gera tilraunir með hreyfla geimskipsins í geimnum og þá stendur einnig til að reyna að lenda geimfarinu. Samkvæmt upplýsingum á vef SpaceX stendur þó til að skoða markvisst hvað geimskipið getur þolað og eru því líkur á því að það muni tapast, eins og einkennir flest tilraunaskot SpaceX.
Bandaríkin Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07 Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27 Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu. 29. apríl 2025 10:07
Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX gerðu í gærkvöldi nýja tilraun með Starship geimfarið og eldflaugina Super Heavy. Geimskotið fór vel af stað en nokkrum mínútum eftir aðskilnað Starship og Super Heavy í háloftunum sprakk geimskipið í loft upp og leiddi það til mikils sjónarspils. 17. janúar 2025 09:27
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. 13. október 2024 13:56