Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar 27. maí 2025 07:00 Á síðustu árum hef ég átt þann heiður að mynda fjölmörg ómetanleg vinatengsl við fólk á flótta. Hvert og eitt þeirra með sína sögu og með ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt, hvort sem að það sé vegna ofsókna, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Að yfirgefa heimili sitt, án vonar um að geta snúið nokkurn tímann aftur er einhver hræðilegasta tilhugsun sem ég get ímyndað mér. Að yfirgefa æskuslóðir, vini, fjölskyldu og annað sem að þú tengir við það að „vera heima”. Það er einmitt þess vegna sem mér svíður inn að beini þegar ég verð vitni af þeim raunum sem fólk á flótta gengur í gegnum þegar það leitar að öryggi og eðilegu lífi í fjarlægum löndum. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk skuli líða fordóma, hatur og ofbeldi fyrir það eitt að þurfa að flýja heimili sín. Ekki nóg með það heldur er fólk á flótta gert að blórabögglum og sakað um að bera ábyrgð á öllu því sem illa gengur. Það er auðvelt að níðast á þeim sem upplifa enga samstöðu í samfélaginu. Ef ekkert heimili er að finna í nýju landi, þá er manneskjan ennþá á flótta. Rökleysan er algjör í þessum málum og það kristallast í máli Oscar Anders Florez Bocanegra sem hefur fundið nýtt heimili á Íslandi, og þá vísa ég ekki einungis til þess að hann eigi heimaland á ný, heldur fjölskyldu. Brottvísun sendir ekki manneskju á flótta heim ef ekkert heimili er að finna í fæðingarlandinu. Ferða- og búsetufrelsi er fyrir okkur öll. Höfundur er frístundaleiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég átt þann heiður að mynda fjölmörg ómetanleg vinatengsl við fólk á flótta. Hvert og eitt þeirra með sína sögu og með ólíkar aðstæður í sínu heimalandi. Öll eiga þau sameiginlegt að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt, hvort sem að það sé vegna ofsókna, stríðs, ógnarstjórnar eða þjóðarmorðs. Að yfirgefa heimili sitt, án vonar um að geta snúið nokkurn tímann aftur er einhver hræðilegasta tilhugsun sem ég get ímyndað mér. Að yfirgefa æskuslóðir, vini, fjölskyldu og annað sem að þú tengir við það að „vera heima”. Það er einmitt þess vegna sem mér svíður inn að beini þegar ég verð vitni af þeim raunum sem fólk á flótta gengur í gegnum þegar það leitar að öryggi og eðilegu lífi í fjarlægum löndum. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk skuli líða fordóma, hatur og ofbeldi fyrir það eitt að þurfa að flýja heimili sín. Ekki nóg með það heldur er fólk á flótta gert að blórabögglum og sakað um að bera ábyrgð á öllu því sem illa gengur. Það er auðvelt að níðast á þeim sem upplifa enga samstöðu í samfélaginu. Ef ekkert heimili er að finna í nýju landi, þá er manneskjan ennþá á flótta. Rökleysan er algjör í þessum málum og það kristallast í máli Oscar Anders Florez Bocanegra sem hefur fundið nýtt heimili á Íslandi, og þá vísa ég ekki einungis til þess að hann eigi heimaland á ný, heldur fjölskyldu. Brottvísun sendir ekki manneskju á flótta heim ef ekkert heimili er að finna í fæðingarlandinu. Ferða- og búsetufrelsi er fyrir okkur öll. Höfundur er frístundaleiðbeinandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar