Erfiðast að læra íslenskuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2025 15:16 Ngan Kieu Tran, Dana Zaher El Deen og Diana Al Barouki. Vísir/Sigurjón Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Vinkonurnar Ngan, Dana og Diana töluðu varla stakt orð í íslensku fyrir þremur árum þegar þær fluttu hingað til lands en hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma og útskrifuðust á dögunum með hæstu einkunn. Allar hlutu þær því verðlaun fyrir námsárangur en Ngan er frá Víetnam en þær Diana og Dana eru báðar frá Sweida í Sýrlandi þaðan sem þær flúðu vegna stríðsástands. Þær kynntust í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og segja að það að læra íslensku frá grunni hafi verið það erfiðasta við námið. „Fyrst þá var íslenskan erfið fyrir okkur en við lærðum mjög mikið og reyndum að tala miki við aðra á íslensku. Við tölum íslensku núna en það var líka erfitt að læra í öðrum fögum. Við þurfum að þýða til að muna hvað orðin á íslensku eru. Já við þurfum að þýða, skilja textann, hvað þessi texti er um og svo lesa það á íslensku til að læra meiri íslensku, svo það tók mjög mikinn tíma.“ Hjálpa nú öðrum við íslenskunám Íslenska og spænska voru í uppáhaldi hjá Diönu og Dönu en stærðfræðin í uppáhaldi hjá Ngan. Þær segjast hafa eytt miklum tíma saman í að læra og hjálpa hvor annarri og svo stefna þær allar á nám við Háskólann í Reykjavík í haust en þó ekki sama námið. „Þegar ég var að sækja um nám, þá sá ég heilbrigðisverkfræði og ég held að það sé fyrir mig,“ segir Ngan. Dana segist ætla í lögfræði en Diana í tölvunarfræði. Þær segjast stoltar af því að tala íslensku og hjálpa öðrum nú að læra málið í tungumálaskóla. „Þetta er spennandi af því við búum hér og þurfum að tala íslensku, þetta er eins og annað heimili fyrir okkur. Já við viljum vera hér á Íslandi alltaf, við elskum Ísland og Íslendinga og viljum auðvitað tala við þau á íslensku en ekki á öðru tungumáli.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Innflytjendamál Íslensk tunga Dúxar Tengdar fréttir Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma. 24. maí 2025 11:35
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent