Mestu árásirnar hingað til, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 11:32 Mjög umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Úkraínu undanfarna daga. Almannavarnir Úkraínu Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt sína umfangsmestu dróna- og eldflaugaárás á Úkraínu hingað til. Notast var við 355 dróna, bæði sjálfsprengjudróna og tálbeitur, auk níu stýriflauga. Var það í kjölfar umfangsmikillar árásar á Kænugarð og önnur héruð þar sem notast var við dróna og stýriflaugar. Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Enn sem komið er hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásum næturinnar, samkvæmt AP fréttaveitunni, en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir fólk hafa særst og að borgaralegir innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Að minnsta kosti tólf manns létu lífið í árásunum í fyrrinótt en þeim hafði einnig verið lýst sem þeim umfangsmestu þangað til. Þá notuðust Rússar við 69 eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal skotflaugar, og 298 dróna, samkvæmt Úkraínumönnum. Árásirnar síðustu daga eru að miklu leyti sagðar hafa beinst að borgum og bæjum Úkraínu en ekki hernaðarlegum skotmörkum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um þær í nótt og sagði hann meðal annars að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, væri „genginn af göflunum“. „Ég veit ekki hvað í fjandanum hefur komið fyrir Pútín. Ég hef þekkt hann lengi. Okkur alltaf komið vel saman. En hann er að skjóta eldflaugum inn í borgir og að drepa fólk og mér líkar það ekki baun,“ sagði Trump. Trump gagnrýndi Selenskí einnig í nótt, fyrir það að „tala eins og hann gerir“. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, tjáði sig um ummæli Trumps í morgun. Talsmaðurinn sagði að árásirnar hefðu allar beinst að hernaðarlegum skotmörkum og engu öðru. Þá sagði Peskóv að ummæli Trumps einkenndust af geðshræringu. Andlegt álag einkenndi alla sem komið hafa af viðræðum milli Rússa og Úkraínumanna. Hann sagði geðshræringuna skiljanlega og þakkaði Trump fyrir aðkomu hans að nýlegum viðræðum í Istanbúl. Sjá einnig: „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskóv einnig að Pútín tæki ákvarðanir um árásir í Úkraínu með öryggi Rússlands í huga. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 96 dróna frá Úkraínu hafa verið skotna niður yfir tólf héruðum Rússlands í gærkvöldi og í nótt. Þar af hafi sex verið skotnir niður nærri Moskvu. While Russian drones and missiles kept slamming into Ukrainian residential areas last night, Ukraine continued precision strikes on key Russian military industries in Tula, Tver, Ivanovo and Tatarstan regions, among others. pic.twitter.com/gXH4lecEbe— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) May 26, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Leyniþjónustur Rússlands höfðu um árabil notað Brasilíu sem einskonar verksmiðju fyrir njósnara. Þar tókst rússneskum njósnurum að skapa sér nýtt líf, skjöl til að styðja þennan tilbúna bakgrunn, stofna fyrirtæki, eignast vini og jafnvel maka. 22. maí 2025 23:23
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. 21. maí 2025 12:34
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24
Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Ráðamenn í Finnlandi tilkynntu í dag að þær ætli að nota níutíu milljónir evra af vöxtum frá frosnum sjóðum Rússa til að fjármagna kaup á skotfærum fyrir Úkraínumenn á þessu ári. 19. maí 2025 21:34