Íslensk amma hljóp 77 km á sex tímum Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:02 Hólmfríður Aðalsteinsdóttir með öðrum af ömmustrákunum sínum eftir Reykjavíkurmaraþonið árið 2023. Hún hljóp næstum tvöfalt maraþon í Noregi um helgina á aðeins sex klukkutímum. Facebook Hólmfríður Aðalsteinsdóttir vann yfirburðasigur í hlaupi í Noregi um helgina þar sem hún hljóp hátt í tvöfalt maraþon á aðeins sex klukkutímum. Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“ Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira
Hlaupið heitir Lierskogen 6 timers og virkar þannig að hlaupinn er 655 metra langur hringur eins oft og keppendur geta á sex klukkutímum. Hólmfríður segir að þannig myndist oft góð stemning í hlaupinu þó að keppendur séu á mismunandi hraða því allir séu samtímis í brautinni. Engin var þó nálægt því að hlaupa á sama hraða og 49 ára gamla amman Hólmfríður en hún hljóp alls tæpa 77 kílómetra og var því að meðaltali 4 mínútur og 41 sekúndu með hvern kílómetra. Hljóp sem sagt að meðaltali á 12,8 km/klst í sex klukkustundir. „Mér leið mjög vel í hlaupinu og náði að halda góðum hraða í fimm tíma. Það var lagt upp með að hlauparar fengju líka staðfestan maraþontíma og maraþonið hljóp ég á 3:12,“ sagði Hólmfríður í samtali við Vísi. „Síðasta klukkutímann voru fæturnir farnir að stífna og þá hægði aðeins á,“ bætti hún við. Sannarlega merkilegur árangur hjá Hólmfríði sem búið hefur í Noregi síðustu þrettán ár og starfar sem hjúkrunarfræðingur í smábænum Valen í Kvinnherad, um 100 kílómetra sunnan við Bergen. Þar æfir hún hlaup með góðum hlaupa- og þríþrautarhópi á svæðinu. „Ég hef hlaupið þó nokkur maraþon síðustu ár og nokkur ultrahlaup,“ segir Hólmfríður og heldur áfram. „Utanvegahlaup henta mér ekki, ég er hræðilegur klaufi í öllu fjallabrölti, en ég finn mig vel í lengri götuhlaupum eða brautarhlaupum. Það er þó nokkur hefð fyrir 6, 12 og 24 tíma hlaupum hér í Noregi. Mér finnst það mjög spennandi hlaup, þar sem hver og einn hlaupari stýrir sínu hlaupi og fólk keppist við að ná ákveðinni vegalengd.“
Hlaup Íslendingar erlendis Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjá meira