„Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:33 Fróðlegt verður að sjá hvað Aron Pálmarsson tekur sér fyrir hendur eftir að handboltaferlinum lýkur í sumar. Íslenska landsliðið mun nú þurfa að spjara sig án þessa magnaða íþróttamanns. Getty/Luka Stanzl Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni. Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“ Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“
Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira