„Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 08:33 Fróðlegt verður að sjá hvað Aron Pálmarsson tekur sér fyrir hendur eftir að handboltaferlinum lýkur í sumar. Íslenska landsliðið mun nú þurfa að spjara sig án þessa magnaða íþróttamanns. Getty/Luka Stanzl Aron Pálmarsson sýndi sanna íþróttamennsku þegar hann tjáði vinnuveitendum sínum hjá Veszprém að hann neyddist til að fá samningi sínum við félagið rift, þar sem hann hefði ekki lengur líkamlega burði til að hjálpa liðinu að markmiðum þess í framtíðinni. Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“ Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Þetta segir í grein Veszprém um brotthvarf Arons, þar sem einnig er vitnað í framkvæmdastjóra félagsins, Dr. Csaba Bartha, sem fer afar fögrum orðum um hinn 34 ára gamla Hafnfirðing. Aron leggur handboltaskóna á hilluna í sumar en hyggst fyrst bæta ungverskum meistaratitli við ótrúlegt verðlaunasafn sitt sem inniheldur meðal annars þrjá Evrópumeistaratitla og samtals tólf landsmeistaratitla auk fjölda annarra titla. Þá var hann til að mynda valinn verðmætasti leikmaður úrslita Meistaradeildar Evrópu tvisvar, árin 2014 og 2016. Aron segir í yfirlýsingu á Instagram að hann sé mjög stoltur af ferlinum. Hann telji hins vegar að nú sé mál að linni og að best sé fyrir sig og framtíðina að hætta núna. Hann hefði getað þegið laun hjá Veszprém í eitt ár til viðbótar en átti sjálfur frumkvæðið að því að rifta samningi sínum við félagið, eins og fram kemur á heimasíðu þess. „Hann hafði samband við stjórnendur og tilkynnti, af sannri íþróttamennsku, að hann teldi sig ekki hafa líkamlega burði til að hjálpa liðinu í framtíðinni af þeim krafti sem þyrfti til að við næðum markmiðum okkar. Hann setti því hagsmuni liðsins í forgang og fór fram á riftun samningsins og félagið virðir þá ósk,“ segir í greininni. 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Þar er honum þakkað sérstaklega eftir að hafa til að mynda unnið tvo ungverska meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og SEHA-deildina. Framkvæmdastjórinn Bartha tekur einnig til máls: „Ferill íþróttamanns ræðst ekki aðeins af hæfileikum hans í að spila, heldur einnig af persónuleika hans. Ég tel að leikmaður okkar, Aron Pálmarsson, hafi sýnt fram á sanna stórmennsku þegar hann hafði samband við mig fyrir fáeinum dögum og gaf til kynna að miðað við heilsufar sitt væri hann ekki klár í að hjálpa liðinu til fulls á hæsta stigi íþróttarinnar í framtíðinni. Samningur hans var til eins árs til viðbótar en hann bað um að fá að segja honum upp og sama hversu erfitt það var, þá tel ég að Aron hafi tekið rétta ákvörðun. Ég óska honum þess innilega að, rétt eins og hann hefur áorkað öllu á íþróttaferli sínum, muni hann einnig finna sinn rétta stað í borgaralegu lífi, en ég þekki hann persónulega og efast ekki um það.“
Handbolti Ungverski handboltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira