Innlent

Dóms­mála­ráð­herra tjáir sig um um­mæli Úlfars

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12:00. vísir

Í hádegisfréttum heyrum við frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra sem ræddi málefni fyrrverandi lögreglustjóra Suðurnesja í Sprengisandi í morgun. 

Dómsmálaráðherra telur Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóra, vega ómaklega að embættismönnum með því að kalla eftir afsögn þeirra.

Við tökum einnig stöðuna á átökunum í Úkraínu. Rússar gerðu umfangsmestu árásir sínar til þessa á úkraínskar borgir í nótt. Úkraínuforseti segir þögn bandamanna ærandi.

Við fjöllum einnig um hallarbyltingu sem varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær. Stjórnmálafræðingur segir Sósíalista eiga á hættu að eyða sjálfum sér, boli þeir sínum vinsælasta stjórnmálamanni burt.

Hálfleiksræða þjálfara Vestra var bönnuð börnum en hjálpaði liðinu að endurkomusigri á Stjörnunni í Bestu deild karla í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×