Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 09:42 Slökkviliðsmenn berjast við eld eftir loftárás í Kænugarði. AP Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. Embættismenn segja herinn hafa skotið 298 drónum og 69 loftskeytum á borgir víðsvegar um Úkraínu, þar með talið í Kænugarði. Í borginni Zhytomyr létust þrjú börn í árásunum. Árásirnar eru þær umfangsmestu frá upphafi stríðsins að því leyti að aldrei hafa jafnmörg vopn verið notuð þó að fleiri hafi látist í öðrum árásum, samkvæmt umfjöllun Reuters. Ihor Klymenko innviðaráðherra Úkraínu segir sextíu særða eftir árásirnar, sem gerðar voru á þriðja og síðasta degi fangaskipta sem fólu í sér skipti á þúsund föngum úr haldi Úkraínu gegn þúsund föngum úr haldi Rússlands. Volodímír Selenskí fordæmdi aðgerðaleysi Bandaríkjanna í yfirstandandi friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu í færslu á Telegram í morgun. „Þögn Bandaríkjanna og þögn annarra þjóða hvetur Pútín bara áfram,“ skrifaði hann í færsluna. „Hver einasta hryðjuverkaárás eins og þessi er nægileg ástæða til frekari viðskiptaþvingana gegn Rússum.“ Friðarviðræður ríkjanna tveggja hafa gengið brösuglega en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði fyrr í vikunni að beita frekari viðskiptaþvingunum á Rússlandsstjórn eftir að hún hafnaði vopnahléstillögu Úkraínustjórnar. Í tillögunni fólst tafarlaust þrjátíu daga vopnahlé sem fyrsta skref í átt að friði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Embættismenn segja herinn hafa skotið 298 drónum og 69 loftskeytum á borgir víðsvegar um Úkraínu, þar með talið í Kænugarði. Í borginni Zhytomyr létust þrjú börn í árásunum. Árásirnar eru þær umfangsmestu frá upphafi stríðsins að því leyti að aldrei hafa jafnmörg vopn verið notuð þó að fleiri hafi látist í öðrum árásum, samkvæmt umfjöllun Reuters. Ihor Klymenko innviðaráðherra Úkraínu segir sextíu særða eftir árásirnar, sem gerðar voru á þriðja og síðasta degi fangaskipta sem fólu í sér skipti á þúsund föngum úr haldi Úkraínu gegn þúsund föngum úr haldi Rússlands. Volodímír Selenskí fordæmdi aðgerðaleysi Bandaríkjanna í yfirstandandi friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu í færslu á Telegram í morgun. „Þögn Bandaríkjanna og þögn annarra þjóða hvetur Pútín bara áfram,“ skrifaði hann í færsluna. „Hver einasta hryðjuverkaárás eins og þessi er nægileg ástæða til frekari viðskiptaþvingana gegn Rússum.“ Friðarviðræður ríkjanna tveggja hafa gengið brösuglega en Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði fyrr í vikunni að beita frekari viðskiptaþvingunum á Rússlandsstjórn eftir að hún hafnaði vopnahléstillögu Úkraínustjórnar. Í tillögunni fólst tafarlaust þrjátíu daga vopnahlé sem fyrsta skref í átt að friði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira