Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 15:57 Perlan fer á 3,5 milljarða, með nokkrum kvöðum. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira