Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 15:44 Börn að leik í leikskóla í Reykjavík. Reykjavík/Róbert Reynisson Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira