Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 15:44 Börn að leik í leikskóla í Reykjavík. Reykjavík/Róbert Reynisson Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira