Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 09:32 Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum á sínu fyrsta tímabili í Olís deildinni og varð markakóngur deildarinnar. Áhugi er á hans kröftum erlendis frá en hann ætlar sér að klára eitt tímabil hér heima til viðbótar Vísir/Bjarni Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót. ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“ Olís-deild karla ÍR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira