Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Aron Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 09:32 Baldur Fritz Bjarnason fór á kostum á sínu fyrsta tímabili í Olís deildinni og varð markakóngur deildarinnar. Áhugi er á hans kröftum erlendis frá en hann ætlar sér að klára eitt tímabil hér heima til viðbótar Vísir/Bjarni Á fyrsta tímabili sínu í efstu deild með nýliðum ÍR fór hinn átján ára gamli Baldur Fritz á kostum og varð markakóngur Olís deildarinnar í handbolta með 211 mörk. Áhugi er á honum erlendis frá en hann ætlar að taka eitt tímabil hér heima í viðbót. ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“ Olís-deild karla ÍR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
ÍR endaði í 10.sæti deildarinnar og náði markmiði sínu sem var að halda sæti sínu í deildinni. Baldur fékk hins vegar hinn jákvæða hausverk að setja sér ný markmið eftir því sem leið á tímabilið, svo vel gekk honum. „Ég var búinn að setja mér mörg markmið um sumarið og ég þurfti að setja mér ný markmið um jólin. Þetta var geggjað tímabil og ógeðslega skemmtilegt. Gaman að fá að spila í efstu deild í fyrsta skipti og það heppnaðist bara vel.“ Og skildi engan undra að stórlið í Evrópu horfi nú hýru auga til Breiðhyltingsins unga en þrátt fyrir athyglina ætlar hann að halda settri stefnu og spila hér heima í efstu deild eitt ár til viðbótar eða þar til hann lýkur sinni menntaskólagöngu. Mennt er máttur og Baldur ætlar sér langt í framhaldinu. „Stefnan er auðvitað bara sett á toppinn. Ég ætla mér þangað. Það er alveg áhugi og eitthvað á borðinu en við bíðum aðeins með þetta. Það er lykilatriði að vera ekki að spá í þessu því þú verður bara ruglaður ef þú pælir alltof mikið í þessu, hugsar um þetta alltaf. Ég reyni bara að taka einn dag í einu og verða eins góður og ég get.“ Baldur hefur hins vegar fengið smjörþefinn af atvinnumanna umhverfinu því hann er nýkominn aftur til landsins eftir að hafa æft með þýska stórliðinu Magdeburg. „Það var ótrúlega gaman. Að fá að spila með þessum gaurum sem eru í heimsklassa og þú hefur fylgst með í mörg ár. Að fá loksins að sjá og vera í þessu umhverfi, vera á æfingum og máta þig við þessa bestu. Það gekk ótrúlega vel og var ótrúlega gaman.“ Máta þig við þessa bestu segir þú. Hvar stóðst þú miðað við þá? „Ég stóð mig mjög vel fannst mér. Ég átti alveg séns í þetta og það er miklu styttra í þetta en maður heldur.“
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira