„Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. maí 2025 21:39 Ágúst og Bjarki Bóasson, einn af dómurum kvöldsins. Vísir/Diego Valur sigraði í kvöld Hauka 30-28 í fyrsta leik þeirra í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna. Liðið er því komið með 1-0 forystu í einvíginu, en það þarf þrjá sigra til að vinna einvígið. Ágúst Jóhannsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslit kvöldsins. „Mér fannst við vera bara nokkuð sannfærandi í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri, ég hefði vilja geta keyrt aðeins betur en það sást kannski að liðið var aðeins laskað, lúið, og þreytt. Ég var ánægður með stöðuna í hálfleik og mér fannst sóknin bara heilt yfir góð allan leikinn. Við hins vegar missum aðeins tökin varnarlega í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við þurfum að bæta fyrir næsta leik,“ sagði Ágúst. Valskonur voru krýndar á dögunum Evrópubikarmeistarar, en eru því skiljanlega kannski pínu þreyttar. Það var því gríðarlega sterkt hjá þeim að hafa tekið sigurinn í fyrsta leiknum. „Það var auðvitað bara mjög gott. Við vissum að við værum að mæta frábæru Hauka liði, með tvo frábæra þjálfara, sem spila taktískan og góðan handbolta. Þau eru með topp leikmenn í öllum stöðum. Þannig við vissum að þetta yrði bara járn í járn, og það verður það bara áfram,“ sagði Ágúst. Ágúst ræðir við sínar konur.Vísir/Diego „Ég set spurningamerki við hvernig dómgæslan var“ Hauka liðið pressaði mjög ofarlega á Valsliðið þegar leið að lokum síðari hálfleiks og náðu þar af leiðandi að minnka muninn. Ágúst var hins vegar ekki sáttur með hvernig dómarateymið tók á þeim kafla. „Við sköpuðum okkur færi þá og missum boltann reyndar tvisvar sem mér fannst kannski frekar vera þreytumerki. Það er tvisvar sem að Thea spólar sig í gegn með hálft Hauka liðið á bakinu, en þeim fannst ekki ástæða til þess að reka út af. Ég set bara algjört spurningarmerki við það hvernig dómgæslan var í þessum leik, og það í báðar áttir. Það er ekki að það hallaði á okkur. Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku, í fyrsta leik í úrslitakeppni, um Íslandsmeistara titilinn. Finnst mér ansi skrýtið,“ sagði Ágúst. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
„Mér fannst við vera bara nokkuð sannfærandi í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri, ég hefði vilja geta keyrt aðeins betur en það sást kannski að liðið var aðeins laskað, lúið, og þreytt. Ég var ánægður með stöðuna í hálfleik og mér fannst sóknin bara heilt yfir góð allan leikinn. Við hins vegar missum aðeins tökin varnarlega í seinni hálfleik og það er eitthvað sem við þurfum að bæta fyrir næsta leik,“ sagði Ágúst. Valskonur voru krýndar á dögunum Evrópubikarmeistarar, en eru því skiljanlega kannski pínu þreyttar. Það var því gríðarlega sterkt hjá þeim að hafa tekið sigurinn í fyrsta leiknum. „Það var auðvitað bara mjög gott. Við vissum að við værum að mæta frábæru Hauka liði, með tvo frábæra þjálfara, sem spila taktískan og góðan handbolta. Þau eru með topp leikmenn í öllum stöðum. Þannig við vissum að þetta yrði bara járn í járn, og það verður það bara áfram,“ sagði Ágúst. Ágúst ræðir við sínar konur.Vísir/Diego „Ég set spurningamerki við hvernig dómgæslan var“ Hauka liðið pressaði mjög ofarlega á Valsliðið þegar leið að lokum síðari hálfleiks og náðu þar af leiðandi að minnka muninn. Ágúst var hins vegar ekki sáttur með hvernig dómarateymið tók á þeim kafla. „Við sköpuðum okkur færi þá og missum boltann reyndar tvisvar sem mér fannst kannski frekar vera þreytumerki. Það er tvisvar sem að Thea spólar sig í gegn með hálft Hauka liðið á bakinu, en þeim fannst ekki ástæða til þess að reka út af. Ég set bara algjört spurningarmerki við það hvernig dómgæslan var í þessum leik, og það í báðar áttir. Það er ekki að það hallaði á okkur. Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku, í fyrsta leik í úrslitakeppni, um Íslandsmeistara titilinn. Finnst mér ansi skrýtið,“ sagði Ágúst.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira