Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. maí 2025 21:01 Horft yfir Langjökul. vísir/RAX Snjósöfnun á Vatnajökli í vetur var heldur rýrari en á meðalári og hopar jökullinn um 70 sentímetra á ári. Staðan í Langjökli er enn verri og á hann einungis um eina öld eftir að sögn verkefnastjóra í jöklafræði. Veturinn hafi verið óvenjulegur. Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands héldu á dögunum í leiðangur á Vatnajökul og Langjökul til að mæla snjósöfnun þar yfir veturinn. Árlega er haldið í slíka ferð til að leggja mat á afkomu þeirra. Engin snjósöfnun fyrir áramót Finnur Pálsson, verkefnastjóri í jöklafræði við Jarðvísindastofnun, segir mælingarnar sýna fram á mjög óvenjulegan vetur. „Við förum þarna um allan jökulinn og borum kjarna í gegnum snjólagið og vigtum hann til að vita hve mikið ígildi vatns þetta er á hverjum punkti fyrir sig. Í grófum dráttum vitum við að þessi vetur var mjög óvanalegur í snjósöfnun. Það var lítil snjósöfnun eða engin víðast hvar á jöklinum fyrir áramót. Í janúar febrúar, mars og apríl var þetta nokkurn veginn normal. Afkoman á Vatnajökli sé heldur rýrari en á meðalári og nemur um tuttugu sentímetrum af tveimur metrum í þykkt vatnslags. Það fari allt eftir sumrinu hvaða þýðingu það muni hafa fyrir jöklabúskapinn. Á síðustu 20 til 30 árum hefur jökullinn verið að rýrna um 60 til 70 sentímetra á ári. „Nú verðum við að vera bjartsýn og horfandi hérna upp í bláan himinn. Og vonast eftir góðu sumri. Þá eru þetta heldur daprar fréttir fyrir jökulinn.“ Minnkar um 1,5 metra á ári Staðan sé jafnvel verri í Langjökli sem tapar um 1,5 metra af þykkt sinni á ári og á því ekki ýkja mörg ár eftir. „Með einfaldri algebru er hægt að segja, því hann er kannski 200 metra þykkur. Þá getur maður deilt bara með einum og hálfum metra upp í 200 og það kemur einhver tala upp úr því, hundrað ár kannski.“ Aðgerðir í loftslagsmálum mældist minnst mikilvægast af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í nýlegri íslenskri rannsókn eftir að hafa mælst mikilvægast fyrir fjórum árum. Finnur segist harma þessa þróun. Skýr merki um loftslagsbreytingar blasi við í mælingum þeirra. „Við vitum alveg af hverju það eru að bráðna jöklar út um allan heim. Ísland er bara eitt dæmi.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira