Innlent

Tvær um borð þegar eldur kviknaði í tvinnbíl

Atli Ísleifsson, Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa
Eldurinn kom upp á þriðja tímanum í dag.
Eldurinn kom upp á þriðja tímanum í dag. Vísir/Sigurjón

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis eftir að eldur kom upp í bíl á bílastæði við félagsheimili Þróttar í Laugardal í Reykjavík. Slökkvistarf gekk eins og í sögu. 

Eldurinn kviknaði um klukkan 14:40 og þegar Vísir ræddi við vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu laust eftir klukkan 15 hafði áhöfn eins dælubíls þegar ráðið niðurlögum eldsins. 

Slökkvistarf hafi gengið eins vel og mögulegt er. Aðeins væri eftir að hreinsa til á vettvangi. Engin slys hafi orðið á fólki og engin hætta hafi verið talin á því að eldurinn breiddist út.

Fréttamaður á vettvangi ræddi stuttlega við konu á miðjum aldri sem sagði þær hafa verið tvær í bílnum þegar eldurinn kviknaði. Um tvinnbíl væri að ræða. 

Varðstjóri segir ekki ljóst að svo stöddu hvernig eldurinn kviknaði.

Vísir/Sigurjón
Vísir/Sigurjón

Visir/Atli

Vísir/Jón Þór

Vísir/Jón Þór
Ætla má að bíllinn sé ónýtur.Vísir/Atli

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×