Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2025 12:40 Ferðamanni hjálpað yfir í björungarbát í Ísafjarðardjúpi. Landsbjörg Hættu hefur verið afstýrt eftir að farþegabátur með 49 manns um borð tók niðri við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi á tólfta tímanum í dag. Farþegarnir voru að mestu erlendir ferðamenn úr skemmtiferðaskipi sem liggur við höfn á Ísafirði. Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Farþegar voru fluttir yfir í skip björgunarsveitanna fyrir vestan að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Björgunarskipin Svanur frá Súðavík, Gísli Jóns og Kobbi Láka voru kölluð á vettvang og tóku þátt í aðgerðum. Landsbjörg Skipstjórinn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan tólf og var hópslysaáætlun virkjuð vegna fjölda farþega. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar voru þegar kallaðir út. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór voru einnig send til aðstoðar, ásamt sjóbjörgunarsveitum á Vestfjörðum. Landsbjörg Báturinn, sem sigldi frá Ísafirði í morgun, er nú laus og líklegt að hann verði dreginn til hafnar á Ísafirði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum voru 47 farþegar og tveir í áhöfn. Þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli var einnig nærri. Landsbjörg Henný Þrastardóttir, einn eigenda Sjóferða ehf., segir að bátur frá þeirra fyrirtæki hafi komið strax á vettvang til aðstoðar, þó að báturinn sem lenti í vandræðum sé ekki á þeirra vegum. Landsbjörg Til stendur að taka á móti farþegunum í höfn á Ísafirði samkvæmt skipulagi almannavarna. Landsbjörg Á laugardag var einmitt æfð sams konar hópslysaaðgerð í Ísafjarðardjúpi. Að sögn lögreglu tókst sú æfing vel og sömu viðbragðsaðilar komu nú að raunverulegum aðstæðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landsbjörg
Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira