Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2025 12:40 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út. Vísir/Vilhelm Þrjú björgunarskip Landsbjargar eru mætt við Ögurvík í Ísafjarðardjúpi þar sem farþegabát tók niðri á tólfta tímanum í dag. 47 voru um borð og hefur flestum verið komið í björgunarskip og lítil hætta lengur á ferðum. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við fréttastofu. Hann segir flesta farþega komna frá borði og yfir í björgunarskipið Svan frá Súðavík. Þá séu björgunarskipin Gísli Jóns og Kobbi Láka jafnframt komin á svæðið. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að skipstjóri á farþegaskipinu hefði haft samband við stjórnstöð Gæslunnar rétt fyrir klukkan tólf. Vegna fjölda farþega um borð í skipinu var hópslysaáætlun virkjuð og samhæfingarmiðstöð almannavarna mönnuð. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir á Vestfjörðum og áhöfnin á varðskipinu Þór voru kallaðar út. Jón Þór segir að farþegaskipið sé orðið laust og líkur á að það verði dregið til Ísafjarðar. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að auk 47 farþega hafi tveir verið í áhöfn. Báturinn hafði siglt frá Ísafirði í morgun. Þar segir að auk fyrrnefnda báta björgunarsveitanna hafi þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli verið skammt undan. Tekið verði á móti farþegum í Ísafjarðarhöfn samkvæmt skipulagi almannavarna. Síðastliðinn laugardag æfðu viðbragðsaðilar viðrögð við hópslysi í Ísafjarðardjúpi, sem tókst mjög vel að sögn lögreglu. Sömu viðbragðsaðilar vinni nú saman í raunaðstæðum. Samkvæmt skipulagi sé Landhelgisgæslan með stjórn á aðgerðum en með aðkomu aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum, vettvangsstjórn, sem mönnuð er á Ísafirði, ásamt viðbragðsaðilum á NV Vestfjörðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við fréttastofu. Hann segir flesta farþega komna frá borði og yfir í björgunarskipið Svan frá Súðavík. Þá séu björgunarskipin Gísli Jóns og Kobbi Láka jafnframt komin á svæðið. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að skipstjóri á farþegaskipinu hefði haft samband við stjórnstöð Gæslunnar rétt fyrir klukkan tólf. Vegna fjölda farþega um borð í skipinu var hópslysaáætlun virkjuð og samhæfingarmiðstöð almannavarna mönnuð. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir á Vestfjörðum og áhöfnin á varðskipinu Þór voru kallaðar út. Jón Þór segir að farþegaskipið sé orðið laust og líkur á að það verði dregið til Ísafjarðar. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að auk 47 farþega hafi tveir verið í áhöfn. Báturinn hafði siglt frá Ísafirði í morgun. Þar segir að auk fyrrnefnda báta björgunarsveitanna hafi þjónustubátur frá fiskeldisfyrirtækinu Háafelli verið skammt undan. Tekið verði á móti farþegum í Ísafjarðarhöfn samkvæmt skipulagi almannavarna. Síðastliðinn laugardag æfðu viðbragðsaðilar viðrögð við hópslysi í Ísafjarðardjúpi, sem tókst mjög vel að sögn lögreglu. Sömu viðbragðsaðilar vinni nú saman í raunaðstæðum. Samkvæmt skipulagi sé Landhelgisgæslan með stjórn á aðgerðum en með aðkomu aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum, vettvangsstjórn, sem mönnuð er á Ísafirði, ásamt viðbragðsaðilum á NV Vestfjörðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Ferðaþjónusta Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira