Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. maí 2025 13:01 Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kórar Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun