Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 15:56 Áhorfandi með fána Palestínu á æfingu í framlags Ísraels í tónleikahöllinni í Basel í vikunni. Getty Images/Harold Cunningham Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. „Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki. Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Við getum ekki leyft tvöfalt siðgæði, ekki einu sinni í menningu,“ sagði Sánchez og bætti við að samstaða með Palestínumönnum væri nauðsynleg vegna óréttlætis, stríðs og sprengjuárása. Ísrael ætti ekki að fá að vera með á meðan hernaði þeirra á Gasa stæði. Ummæli Sanchez koma í kjölfar þess að Ísrael hafnaði í öðru sæti í Eurovision í Basel í Sviss um helgina þar sem söngkonan Yuval Raphael flutti lagið „New Day Will Rise“ og hlaut hæstu einkunn í símakosningu áhorfenda. Fyrr í dag hafði spænska ríkissjónvarpið kallað eftir rannsókn á símakosningunni á Spáni. Ísrael fékk 12 stig frá Spánverjum í símakosningunni sem margir hafa sett spurningamerki við. Þá hafði spænska sjónvarpið í apríl kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni. Ísrael fékk núll stig frá spænsku dómnefndinni. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt að Ríkisútvarpið muni sömuleiðis óska eftir upplýsingum úr símakosningunni hér á landi. Framlag Ísraels fékk 297 stig í símakosningunni á laugardaginn, mest allra þjóða, og hafnaðií öðru sæti keppninnar á eftir Austurríki.
Spánn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Eurovision 2026 Tengdar fréttir RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05 Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15 Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að RÚV muni fylgjast með framvindu mála varðandi símakosninguna í Eurovision. Fjallað var um það í morgun að spænska ríkissjónvarpið hefði óskað þess að símakosningin yrði yfirfarin. 19. maí 2025 13:05
Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. 19. maí 2025 07:15
Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 18. maí 2025 11:52