Biggi ekki lengur lögga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 14:28 Birgir Örn er þekktur fyrir að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og Edda Björgvins leikkona. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“ Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“
Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira