Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 15:02 Einar Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Diego „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi. Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi.
Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira