„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 12:45 Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira