Innlent

Grind­víkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunar­fræðingar vilja hertar reglur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við formann félags hjúkrunarfræðinga en félagið samþykkti ályktun á dögunum þar sem þess er krafist að erlendir hjúkrunarfræðingar sem vilja fá starfsleyfi hér á landi tali íslensku. 

Einnig segjum við frá nýrri ákvörðun fasteignafélagsins Þórkötlu sem hefur heimilað Hollvinum Grindavíkur að gista í húsum í bænum yfir sumartímann. 

Að auki verður rætt við Róbert Wessman forstjóra Alvotech en félagið var í morgun skráð í kauphöllina í Stokkhólmi.

Í sportinu er körfuboltinn aðal málið enda oddaleikur framundan hjá körlunum á Sauðárkróki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×