Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 11:48 Robert Shwartzman fagnar ráspólnum með Prema-liðinu á Indianapolis-brautinni í gær. AP/Michael Conroy Ísraelsk-rússneski ökuþórinn og nýliðinn Robert Shwartzman kom öllum að óvörum þegar hann náði ráspól fyrir Indianapolis 500-kappaksturinn í tímatökum í gær. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem Prema-lið hans tekur þátt í þessum stærsta kappakstri í heimi. Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi. Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Fáir áttu von á að Shwartzman og Prema blönduðu sér í baráttuna um ráspólinn jafnvel eftir að hann var á meðal tólf fljótustu ökumannanna af 34 sem komust áfram í annarri umferð tímatakanna í gær. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór hraðast þeirra sex fljótustu sem kepptust um ráspólinn í þriðju og síðustu umferðinni. Meðalhraði Shwartzman yfir fjóra hringi var 374,639 kílómetrar á klukkustund (232,790 mílur á klukkustund). Hann er á sínu fyrsta tímabili í Indycar-mótaröðinni og hafði aldrei áður ekið á sporöskjubraut (e. oval) áður en æfingar hófust á Indianapolis-brautinni í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 42 ár sem nýliði nær ráspól fyrir Indy 500 og fyrsta skipti í 41 ár frá því að lið nær þeim árangri í frumraun sinni í keppninni. Shwartzman ólst upp hjá Ferrari og stefndi á feril í Formúlu 1. Hann var varaökumaður liðsins frá 2021 þar til í lok síðasta tímabils. Þá söðlaði hann um að gekk til liðs við Prema, annað ítalskt lið, sem hóf þátttöku í Indycar-mótaröðinni í fyrsta skipti í ár. Liðið hefur fram að þessu starfað í Evrópu, þar á meðal í Formúlu 2. Upphaflega keppti Shwartzman undir fána Rússlands en eftir að innrásin í Úkraínu hófst tók hann upp þann ísraelska. Hann verður fyrsti Ísraelinn sem keppir í Indy 500. Sterkasta liðið dæmt úr leik Tímatakan var dramatísk fyrir fleiri sakir. Enginn af þremur bílum Penske-liðsins, eins þess sterkasta í mótaröðinni og í Indianapolis sérstaklega, komst áfram í lokaumferð tímatakanna. Nýsjálendingurinn Scott McLaughlin lenti í hörðum árekstri í æfingum fyrir tímatökurnar og tók ekki þátt í gær en liðsfélagar hans, Josef Newgarden og Will Power voru báðir dæmdir úr leik eftir að keppnisstjórn ákvað að óleyfilegar breytingar hefðu verið gerðar á bílum þeirra rétt áður en tímatökurnar hófust. Newgarden vann keppnina í fyrra og árið á undan. Penske-ökumennirnir þrír ræstu saman úr fyrstu röð í kappakstrinum í fyrra. Þeir ræsa úr 10., 11. og 12. sæti í ár og eru enn taldir þeir sigurstranglegustu. Takuma Sato, japanski fyrrum F1-ökuþórinn, ræsir annar í kappakstrinum og Mexíkóinn Pato O'ward þriðji. Indy 500-kappaksturinn fer fram sunnudaginn 25. maí. Hann er stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er yfir einn dag í heimi en búist er við fleiri en þrjú hundruð þúsund manns á keppnisdegi.
Akstursíþróttir Bandaríkin Ísrael Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira