Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 09:04 Jón Ólafur Halldórsson tók nýlega við sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins er bjartsýnn á horfur í íslensku atvinnulíf en segir stjórnvöld þurfi að vinna með atvinnulífinu. Það sé gríðarlega mikilvægt að samtalið sé virkt og opið þar á milli. Jón Ólafur ræddi efnahags- og tollamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar. Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Jón Ólafur segir hættuna núna að klemmast á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna í tollastríðinu en SA reyni að miðla sínum skilaboðum til stjórnvalda. Samtökin hafi miklar áhyggjur af framvindunni. Það sé erfitt að spá fyrir um framvindu mála en það sé jákvætt að það sé komið á 90 daga vopnahlé á milli Bandaríkjanna og Kína. „Við erum að greina þessa stöðu og tryggja að íslensk fyrirtæki haldi velli.“ Jón Ólafur segir laun hafa hækkað á Íslandi undanfarið umfram það svigrúm sem raunverulega sé til staðar. Þau meti svigrúmið sé sirka verðbólgumarkið plús framleiðsluaukning sem geti verið 1,5 prósent . Það sé samanlagt um fjögur prósent. Skipti máli að hafa fyrirsjáanleika „Í síðustu samningum, stöðugleiksamningum, tókst okkur að semja á þessum nótum til langs tíma, til fjögurra ára, og það skiptir miklu máli þannig að atvinnulífið og fólkið í landinu hafi einhvern fyrirsjáanleika og viti hvað taki við. Hann segir SA taka tillit til verðbólgu og vaxta. Vextir séu of háir og farnir að hamla fjárfestingum. Það sé fjárfestingaþörf og vilji en vextirnir séu of háir. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er á fimmtudag. Því hefur verið spáð að bankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum og haldi lækkunarferlinu áfram í haust. Jón Ólafur segir bankann horfa á stöðuna eins og hún er. Einkaneyslan hafi verið mikil og það séu vangaveltur um það hvers vegna það sé. Már Mixa hafi til dæmis sagt á Sprengisandi í gær að þegar fólk komist ekki inn á húsnæðismarkað, eins og margir gera ekki vegna krafna Seðlabankans um hámarks greiðslubyrði, eyði þau peningunum frekar í eitthvað annað. Jón Ólafur segist ekki vita hvort eitthvað sannleiksgildi sé í þessu en háir vextir hafi þau áhrif að fyrirtæki fari ekki í nauðsynlegar framkvæmdir til að styrkja sína stöðu. Litið ofar í tekjustigann Jón Ólafur telur okkur á réttri leið til að tryggja að landsmenn geti allir náð endum saman. Síðustu kjarasamningar hafi sérstaklega miðað við að hækka laun þeirra lægst launuðu en nú þurfi mögulega að horfa til þeirra sem eru aðeins ofar í tekjustiganum. Það þurfi að vera hvöt fyrir því að til dæmis fara í nám. Eitt og hálft ár eru frá því að síðustu kjarasamningar voru gerðir og því styttist í þá næstu. Jón Ólafur segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins hefji samtalið. Ísland sé dýrt land en laun séu líka há. Það þurfi langtímahugsun og stöðugleika. Hann segir samtökin ekki hafa tekið afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið eða gjaldmiðlinum okkar.
Kjaramál Skattar og tollar Bítið Sprengisandur Tengdar fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32 Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44 Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Jón Ólafur nýr formaður SA Jón Ólafur Halldórsson er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann tekur af stöðunni af Eyjólfi Árna Rafnssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt stöðunni frá árinu 2017. 15. maí 2025 13:32
Jón Ólafur í framboði til formanns SA Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018. 28. mars 2025 11:44
Erum komin „á endastöð“ í að fara leið krónutöluhækkana við kjarasamninga Ekki verður gengið lengra í þá átt að semja á þeim nótum í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að áherslan þar séu krónutöluhækkanir, að sögn fráfarandi formanns Samtaka atvinnulífsins til síðustu átta ára, enda verður faglært fólk að fá umbun fyrir menntun sína og sérfræðiþekkingu. Í síðustu langtímakjarasamningum var farin blönduð leið en launavísitalan hefur núna hækkað um liðlega sjö prósent á einu ári. 11. maí 2025 13:44