Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 07:15 Yuval Raphael söng langið New day will rise í Eurovision og lenti í öðru sæti. Vísir/EPA Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni. Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag. Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Þar segir að alls hafi borist 142,688 atkvæði í símakosningunni á laugardag samkvæmt skýrslu sem spænska sendinefndin fékk og bað um í kjölfar úrslitanna. Þar kom fram listi þeirra þjóða sem fékk flest atkvæði en þó ekki hversu mörg atkvæði hver þjóð fékk. Samkvæmt frétt El País óskaði sendinefndin því eftir ítarlegri upplýsingum og fékk þá að vita að 7,283 atkvæði voru greidd með síma, 23,840 með textaskilaboðum og 111,565 á netinu. Öll lönd sem taka þátt í Eurovision geta greitt atkvæði í appinu, þó að hámarki tuttugu sinnum. Atkvæðið kostar 0.99 evrur í síma og skilaboðum. Mikill munur á þriðjudegi og laugardegi Í frétt El País segir jafnframt að á þriðjudaginn, í fyrri undanúrslitunum, hafi aðeins borist 14.461 atkvæði í heildina. 774 þeirra bárust í síma, 2,377 í textaskilaboðum, og 11,310 á netinu. Í fréttinni segir að spænska ríkissjónvarpið sé meðvitað um að önnur lönd muni krefjast þess að sams konar yfirferð fari fram á atkvæðum sem bárust í þeirra símakosningu. Ísrael var í öðru sæti í keppninni í ár. Yuval Raphael tók þátt fyrir þeirra hönd með lagið New Day Will Rise. Fjölmargir hafa fordæmt þátttöku Ísrael í keppninni og krafist þess að þeim verði vísað úr keppni eins og Rússlandi. Ísrael hóf umfangsmikinn landhernað á Gasa um helgina. Spænska sendinefndin krafðist þess í apríl að þátttaka Ísrael í keppninni yrði tekin til opinberrar umræðu. Síðar skrifuðu Slóvenía, Ísland og Írland undir kröfuna. Spænsku þáttastjórnendurnir, Julia Varela og Tony Aguilar, minntust á kröfuna á meðan útsendingu stóð á fimmtudag og Ísrael flutti sitt lag. Þar minntust þau einnig á að Ísrael hefði frá því í október 2023 drepið allt að fimmtíu þúsund almenna borgara og að af þeim væru fimmtán þúsund börn. Sjá einnig: Ísrael sendir kvörtun til EBU Ísraelska ríkissjónvarpið, KAN, lagði fram kvörtun vegna málsins síðasta föstudag. EBU hafði í kjölfarið samband við RTVE varðandi hvað megi segja á meðan útsendingu stendur. Forseti EBU sendi Spáni svo bréf á föstudag þar sem því var lýst að Spánn yrði sektaður yrði minnst á Gasa á meðan útsendingu stæði á laugardag.
Spánn Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írland Slóvenía Tengdar fréttir Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35 Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59 Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17. maí 2025 22:59
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. 16. maí 2025 23:12