Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Eugene Omalla sést hér ásamt liðsfélögum sínum eftir að gullið var í höfn í París síðasta sumar. Vísir/Getty Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira