Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 09:37 Íbúar New York hafa beðið lengi eftir gleðistundinni sem varð í gærkvöld þegar Knicks komust loksins aftur í úrslit austurdeildarinnar. Getty/Angelina Katsanis New York Knicks eru komnir í úrslit austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í fyrsta sinn í 25 ár, með því að slá út sjálfa meistara Boston Celtics. Sigurdans var stiginn á götum New York borgar í nótt og stjörnurnar fögnuðu ákaft í Madison Square Garden. Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig. NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Leikararnir Timothee Chalamet, Tracy Morgan og Ben Stiller, söngvarinn Lenny Kravitz, rapparinn Bad Bunny og að sjálfsögðu leikstjórinn Spike Lee voru í hópi þeirra sem horfðu á Knicks valta yfir Celtics í gærkvöld, 119-81, og vinna þar með einvígi liðanna 4-2. MOOD pic.twitter.com/ZH1AfZf2mK— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 17, 2025 Mikill fjöldi fólks fylgdist einnig með leiknum utandyra og þar brast út gríðarlegur fögnuður enda íbúar New York beðið lengi eftir því að lið þeirra spili loksins aftur til úrslita í austurdeildinni, og svo mögulega til úrslita um NBA-meistaratitilinn ef liðinu tekst að vinna Indiana Pacers. Það einvígi hefst á miðnætti á miðvikudagskvöld. CALL IN THE NATIONAL GUARD!KNICKS FANS ARE PARTYING ON SEVENTH AVENUE LIKE IT’S 1999! pic.twitter.com/yuBMobFvJj— ESPN New York (@ESPNNewYork) May 17, 2025 I think the Knicks won tonight? pic.twitter.com/n61h0sxSft— Andrew Yeung (@andruyeung) May 17, 2025 Jalen Brunson og OG Anunoby voru atkvæðamestir hjá Knicks í gær með 23 stig hvor en alls skoruðu sex leikmenn liðsins að minnsta kosti tíu stig hver í leiknum. Liðið setti auk þess met í sinni sögu með því að vinna 38 stiga sigur í úrslitakeppni. Mikal Bridges setti niður fjóra þrista og skoraði 22 stig, Karl-Anthony Towns skoraði 21 og Josh Hart endaði með þrefalda tvennu því hann skoraði 10 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Celtics hafði misst stjörnuleikmann sinn Jayson Tatum út með slitna hásin í leik fjögur í einvíginu en náði þó að vinna leik fimm og halda sér á lífi. Í gærkvöld átti liðið hins vegar engan möguleika og var 64-37 undir í hálfleik. Jaylen Brown var stigahæstur hjá fráfarandi meisturunum með 20 stig.
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum