Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 19:00 Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir niðurstöðu Íslandsbankasölunnar virðast vera góða. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“ Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“
Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40